Borgarlína sé öllum fyrir bestu Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2023 08:19 Brent Toderian, fyrrverandi skipulagsstjóri Vancouver, og Maria Vassilakou, fyrrverandi varaborgarstjóri í Vínarborg, eru bæði þekktar stærðir í meðal spekúlanta í borgarskipulagi. Vísir/Arnar Tveir erlendir sérfræðingar í borgarskipulagi segjast sammála um það að Borgarlína sé frábært tækifæri fyrir Reykvíkinga að hætta að vera svona háðir einkabílnum. Gera þurfi þó almenningssamgöngur meira aðlaðandi. Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent. Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent.
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira