Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2023 23:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, segir of snemmt að fullyrða nokkuð um mögulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. „Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“ Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Sjá meira
„Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Sjá meira