Ekki nóg að bæta bara strætó Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2023 19:05 Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. Samgöngusáttmáli milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins var undirritaður árið 2019 og nær til næstu fimmtán ára. Í mars á þessu ári var ákveðið að uppfæra hann meðal annars vegna þess að áætlaður kostnaður við hans hafði hækkað verulega. Tæplega helmingur farið í stofnvegi Á fyrstu þremur árum sáttmálans hefur 11,1 milljarði króna verið fjárfest vegna sáttmálans. 2,5 milljarðar af því hafa farið í Borgarlínuna. Tæplega helmingur, 5,4 milljarðar, hafa farið í stofnvegi, 2,1 milljarður í hjóla- og göngustíga og 1,1 milljarður í aðra uppbyggingu. Í morgun ræddi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það að mögulega væri það gáfulegra að finna aðrar leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur, til dæmis með því að bæta strætó, þar sem Borgarlínan væri afar umdeilt verkefni. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmálann, segir eflingu Strætó ekki vera neina töfralausn. „Það sem menn hafa reynt á síðustu árum er að laga strætó. Ríkið tekið fé úr stofnvegauppbyggingu og setja í strætó. Það hefur ekki skilað árangri, höfuðborgarsvæðið er of stórt fyrir svona hefðbundið strætókerfi. Við þurfum Borgarlínu sem er hraðvagnakerfi þar sem vagnar eru á sérakreinum og ekki fastir í umferð,“ segir Davíð. Ekki galli að Borgarlínan sé umdeild Von er á niðurstöðum starfshóps um uppfærslu sáttmálans í nóvember á þessu ári. Davíð telur uppfærsluna ekki hafa áhrif á stöðu Borgarlínunnar þrátt fyrir því að einhverjir séu á móti henni. „Ég held að það eigi bara við mjög mörg umdeild og stór umbreytingarverkefni í sögunni. Þau hafa verið umdeild. Ég lít ekki á það sem galla og ég hef ekki orðið var við það í þessum mælingum að andstaða við Borgarlínuna sé að aukast,“ segir Davíð. Samgöngur Borgarlína Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Samgöngusáttmáli milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins var undirritaður árið 2019 og nær til næstu fimmtán ára. Í mars á þessu ári var ákveðið að uppfæra hann meðal annars vegna þess að áætlaður kostnaður við hans hafði hækkað verulega. Tæplega helmingur farið í stofnvegi Á fyrstu þremur árum sáttmálans hefur 11,1 milljarði króna verið fjárfest vegna sáttmálans. 2,5 milljarðar af því hafa farið í Borgarlínuna. Tæplega helmingur, 5,4 milljarðar, hafa farið í stofnvegi, 2,1 milljarður í hjóla- og göngustíga og 1,1 milljarður í aðra uppbyggingu. Í morgun ræddi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það að mögulega væri það gáfulegra að finna aðrar leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur, til dæmis með því að bæta strætó, þar sem Borgarlínan væri afar umdeilt verkefni. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmálann, segir eflingu Strætó ekki vera neina töfralausn. „Það sem menn hafa reynt á síðustu árum er að laga strætó. Ríkið tekið fé úr stofnvegauppbyggingu og setja í strætó. Það hefur ekki skilað árangri, höfuðborgarsvæðið er of stórt fyrir svona hefðbundið strætókerfi. Við þurfum Borgarlínu sem er hraðvagnakerfi þar sem vagnar eru á sérakreinum og ekki fastir í umferð,“ segir Davíð. Ekki galli að Borgarlínan sé umdeild Von er á niðurstöðum starfshóps um uppfærslu sáttmálans í nóvember á þessu ári. Davíð telur uppfærsluna ekki hafa áhrif á stöðu Borgarlínunnar þrátt fyrir því að einhverjir séu á móti henni. „Ég held að það eigi bara við mjög mörg umdeild og stór umbreytingarverkefni í sögunni. Þau hafa verið umdeild. Ég lít ekki á það sem galla og ég hef ekki orðið var við það í þessum mælingum að andstaða við Borgarlínuna sé að aukast,“ segir Davíð.
Samgöngur Borgarlína Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira