Ekki nóg að bæta bara strætó Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2023 19:05 Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. Samgöngusáttmáli milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins var undirritaður árið 2019 og nær til næstu fimmtán ára. Í mars á þessu ári var ákveðið að uppfæra hann meðal annars vegna þess að áætlaður kostnaður við hans hafði hækkað verulega. Tæplega helmingur farið í stofnvegi Á fyrstu þremur árum sáttmálans hefur 11,1 milljarði króna verið fjárfest vegna sáttmálans. 2,5 milljarðar af því hafa farið í Borgarlínuna. Tæplega helmingur, 5,4 milljarðar, hafa farið í stofnvegi, 2,1 milljarður í hjóla- og göngustíga og 1,1 milljarður í aðra uppbyggingu. Í morgun ræddi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það að mögulega væri það gáfulegra að finna aðrar leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur, til dæmis með því að bæta strætó, þar sem Borgarlínan væri afar umdeilt verkefni. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmálann, segir eflingu Strætó ekki vera neina töfralausn. „Það sem menn hafa reynt á síðustu árum er að laga strætó. Ríkið tekið fé úr stofnvegauppbyggingu og setja í strætó. Það hefur ekki skilað árangri, höfuðborgarsvæðið er of stórt fyrir svona hefðbundið strætókerfi. Við þurfum Borgarlínu sem er hraðvagnakerfi þar sem vagnar eru á sérakreinum og ekki fastir í umferð,“ segir Davíð. Ekki galli að Borgarlínan sé umdeild Von er á niðurstöðum starfshóps um uppfærslu sáttmálans í nóvember á þessu ári. Davíð telur uppfærsluna ekki hafa áhrif á stöðu Borgarlínunnar þrátt fyrir því að einhverjir séu á móti henni. „Ég held að það eigi bara við mjög mörg umdeild og stór umbreytingarverkefni í sögunni. Þau hafa verið umdeild. Ég lít ekki á það sem galla og ég hef ekki orðið var við það í þessum mælingum að andstaða við Borgarlínuna sé að aukast,“ segir Davíð. Samgöngur Borgarlína Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Samgöngusáttmáli milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins var undirritaður árið 2019 og nær til næstu fimmtán ára. Í mars á þessu ári var ákveðið að uppfæra hann meðal annars vegna þess að áætlaður kostnaður við hans hafði hækkað verulega. Tæplega helmingur farið í stofnvegi Á fyrstu þremur árum sáttmálans hefur 11,1 milljarði króna verið fjárfest vegna sáttmálans. 2,5 milljarðar af því hafa farið í Borgarlínuna. Tæplega helmingur, 5,4 milljarðar, hafa farið í stofnvegi, 2,1 milljarður í hjóla- og göngustíga og 1,1 milljarður í aðra uppbyggingu. Í morgun ræddi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það að mögulega væri það gáfulegra að finna aðrar leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur, til dæmis með því að bæta strætó, þar sem Borgarlínan væri afar umdeilt verkefni. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmálann, segir eflingu Strætó ekki vera neina töfralausn. „Það sem menn hafa reynt á síðustu árum er að laga strætó. Ríkið tekið fé úr stofnvegauppbyggingu og setja í strætó. Það hefur ekki skilað árangri, höfuðborgarsvæðið er of stórt fyrir svona hefðbundið strætókerfi. Við þurfum Borgarlínu sem er hraðvagnakerfi þar sem vagnar eru á sérakreinum og ekki fastir í umferð,“ segir Davíð. Ekki galli að Borgarlínan sé umdeild Von er á niðurstöðum starfshóps um uppfærslu sáttmálans í nóvember á þessu ári. Davíð telur uppfærsluna ekki hafa áhrif á stöðu Borgarlínunnar þrátt fyrir því að einhverjir séu á móti henni. „Ég held að það eigi bara við mjög mörg umdeild og stór umbreytingarverkefni í sögunni. Þau hafa verið umdeild. Ég lít ekki á það sem galla og ég hef ekki orðið var við það í þessum mælingum að andstaða við Borgarlínuna sé að aukast,“ segir Davíð.
Samgöngur Borgarlína Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira