Innlent

Fara fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald í skútu­málinu

Árni Sæberg skrifar
Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá mið­lægri rann­sóknar­deild Lög­reglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá mið­lægri rann­sóknar­deild Lög­reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/ARnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Þetta staðfestir Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglu. Hann sagði fyrir helgi að rannsókn málsins gangi vel. Mennirnir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla 160 kílóum af hassi um borð í skútu. Þeir hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 24. júní síðastliðnum.

Áður hefur komið fram að tveir voru hand­teknir um borð í skútunni í lok júní en sá þriðji í landi. Sá elsti er fæddur árið 1970 en sá yngsti árið 2002 og eru mennirnir af er­lendu bergi brotnir.

Rann­sókn málsins er unnin í sam­vinnu við dönsk og græn­lensk lög­reglu­yfir­völd. Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fer með rann­sóknina.


Tengdar fréttir

Mann­dráp og stór­fellt fíkni­efna­smygl: Staðan á málunum

Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×