„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. ágúst 2023 19:09 Vinkonurnar Birna Sif Kristínardóttir og Bryndís Ottesen eiga það sameiginlegt að hafa greinst með ADHD á fullorðinsaldri. Vísir/Ívar Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira