Binda vonir við að ástandið muni batna Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2023 19:11 Bruni í Hafnarfirði Hvaleyrarbraut 22 Vísir/Vilhelm Í húsinu við Hvaleyrarbraut sem brann til kaldra kola á sunnudag voru að minnsta kosti tólf manns með fasta búsetu. Enginn þeirra var með skráða búsetu í húsinu þar sem einungis er hægt að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði en húsið var atvinnuhúsnæði. Það reyndist því slökkviliði og lögreglu erfitt fyrst um sinn að komast að því hvort einhver hafi verið inni er eldurinn logaði. Eftir miklar samræður við fólk sem var á svæðinu, og með aðstoð Rauða krossins, tókst hins vegar að staðfesta að enginn væri inni í húsinu. Tímabundin aðsetursskráning Starfshópur sem skipaður var af innviðaráðherra eftir brunann við Bræðraborgarstíg árið 2020 hefur unnið að tillögum til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, og auka öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði að sögn Regínu Valdimarsdóttur, eins meðlima hópsins. „Þar af leiðandi sjáum við fram á að miðað við að heimila tímabundna aðsetursskráningu, þá erum við að tala um tímabundna skráningu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum í þá atvinnuhúsnæði eða annars vegar húsnæði sem er ekki skilgreint sem íbúðarhúsnæði. Þá er betur hægt að fanga hvar fólk er raunverulega niðurkomið og þá ná svona upp á yfirborðið hvar fólk er búsett, í hvers konar húsnæði og þá er bæði hægt að nýta það við áætlanagerð eða til að bregðast við ef að upp kemur vá,“ segir Regína. Bjartari tímar framundan Vonast hún eftir því að tillögurnar verði teknar fyrir og samþykktar á næsta löggjafarþingi. „Með breyttri löggjöf og markvissri innleiðingu með þessum aðgerðum. Þá bindum við vonir til þess að ástandið muni batna. Á sama tíma er verið að tala um aukna húsnæðisuppbyggingu í landinu. Þannig vonandi verða bjartari tímar í framtíðinni þegar kemur að húsnæðisuppbygginu og öryggi íbúa í framtíðinni,“ segir Regína. Bruni á Hvaleyrarbraut Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Það reyndist því slökkviliði og lögreglu erfitt fyrst um sinn að komast að því hvort einhver hafi verið inni er eldurinn logaði. Eftir miklar samræður við fólk sem var á svæðinu, og með aðstoð Rauða krossins, tókst hins vegar að staðfesta að enginn væri inni í húsinu. Tímabundin aðsetursskráning Starfshópur sem skipaður var af innviðaráðherra eftir brunann við Bræðraborgarstíg árið 2020 hefur unnið að tillögum til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, og auka öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði að sögn Regínu Valdimarsdóttur, eins meðlima hópsins. „Þar af leiðandi sjáum við fram á að miðað við að heimila tímabundna aðsetursskráningu, þá erum við að tala um tímabundna skráningu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum í þá atvinnuhúsnæði eða annars vegar húsnæði sem er ekki skilgreint sem íbúðarhúsnæði. Þá er betur hægt að fanga hvar fólk er raunverulega niðurkomið og þá ná svona upp á yfirborðið hvar fólk er búsett, í hvers konar húsnæði og þá er bæði hægt að nýta það við áætlanagerð eða til að bregðast við ef að upp kemur vá,“ segir Regína. Bjartari tímar framundan Vonast hún eftir því að tillögurnar verði teknar fyrir og samþykktar á næsta löggjafarþingi. „Með breyttri löggjöf og markvissri innleiðingu með þessum aðgerðum. Þá bindum við vonir til þess að ástandið muni batna. Á sama tíma er verið að tala um aukna húsnæðisuppbyggingu í landinu. Þannig vonandi verða bjartari tímar í framtíðinni þegar kemur að húsnæðisuppbygginu og öryggi íbúa í framtíðinni,“ segir Regína.
Bruni á Hvaleyrarbraut Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira