Innlent

Slökkvi­starfi lauk undir morgun

Árni Sæberg skrifar
Slökkviliðið að störfum í gær.
Slökkviliðið að störfum í gær. Stöð 2/Steingrímur Dúi

Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun.

Þetta staðfestir Þorsteinn Gunnarsson, varðstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir að ákveðið hafi verið að draga úr viðbúnaði á vettvangi upp úr klukkan 01 í nótt.

Átta slökkviliðsmenn hafi þó orðið eftir til þess að slökkva glæður en nú sé störfum þeirra lokið og vettvangur kominn í hendur lögreglu.

Ekkert vitað um eldsupptök

Þorsteinn segir að ekkert liggi fyrir um eldsupptök að svo stöddu. Lögregla vinni nú að rannsókn þess og málsins alls. Þá segir hann að mjög stór hluti hússins sé ónýtur. Slökkviliðsmenn hafi þurft að rífa mikið af því niður og eldurinn dreifst víða um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×