Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2023 12:31 Keppt er í tveimur flokkum í þuklinu, vanir og óvanir. Aðsend Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins. Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins
Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira