Lundi með gigt í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 20:30 Lundinn Karen í Vestmannaeyjum, sem er með gigt en er þó öll að koma til vegna góðrar meðhöndlunar, sem hún hefur fengið á safninu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lundi í Vestmannaeyjum, sem heitir Karen er nú í sérstakri meðferð því hún er með gigt og líður oft illa vegna þess. Á milli verkja fær hún að fara í dagdvöl með hinum lundunum en hún er einstaklega klár að synda. Það hefur verið mikið að gera á Sea Life Trust safninu í Vestmannaeyjum í sumar enda mikið af ferðamönnum í eyjunni. Það eru alþjóðleg góðgerðasamtök, sem reka safnið. Lundarnir þar vekja alltaf mikinn áhuga fólks en þar eru 10 lundar til sýnis, sem fólk keppist við að mynda þegar þeir synda eða stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. En inn á safninu er lundi með gigt, sem dvelur á sérstakri sjúkrastofuþar sem hann fær sérstaka meðhöndlun. Ástæðan er sú að þar er sérstök sjúkrastofa þar sem hugað er að veikindum lundanna ef þeir eru slappir eða eitthvað lélegir. Oft hressast þeir við ef þeir fá ný veidda loðna en hún er þó ekki alltaf þeginn því Karen hunsar oft loðnuna. „Þegar hún kom til okkar þá gat hún rosalega lítið labbað og átti mjög erfitt með gang en hún er búin að vera í stöðugri endurhæfingu hjá okkur. Hún er með gigt í mjöðmunum,” segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og bætir við. „Það er búið að vera að vinna rosalega mikið með hana og þá með fæturna sérstaklega. Karen er ofboðslega klár að synda, það virðist ekki þvælast fyrir henni en hún á erfitt með gang eins og maður getur séð, þá haltrar hún um en er orðin miklu betri en hún var.” Þóra segir að Karen fari alltaf í dagdvöl til hinna lundann á daginn. „Þá fer hún í dagdvöl og fær að synda með þeim og henni finnst það rosalega gaman en hún er í herberginu sína yfir nóttina á meðan það er engin til að fylgjast með,” segir Þóra. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Þóra segir að á pysjutímabilinu sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum komi alltaf einhverjar pysjur til þeirra á sjúkrastofu safnsins. “Já, það er rétt og meðhöndlun á pysjum er allt önnur núna heldur en hún var hér áður fyrr. Við leggjum rosalega mikla áherslu núna til dæmis að fólk noti hanska því það áttar sig kannski ekki á þvi hvað fitan á höndunum okkar hefur slæmar afleiðingar fyrir pysjurnar til dæmis,” segir Þóra. Heimasíða safnsins Vestmannaeyjar Fuglar Dýr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Það hefur verið mikið að gera á Sea Life Trust safninu í Vestmannaeyjum í sumar enda mikið af ferðamönnum í eyjunni. Það eru alþjóðleg góðgerðasamtök, sem reka safnið. Lundarnir þar vekja alltaf mikinn áhuga fólks en þar eru 10 lundar til sýnis, sem fólk keppist við að mynda þegar þeir synda eða stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. En inn á safninu er lundi með gigt, sem dvelur á sérstakri sjúkrastofuþar sem hann fær sérstaka meðhöndlun. Ástæðan er sú að þar er sérstök sjúkrastofa þar sem hugað er að veikindum lundanna ef þeir eru slappir eða eitthvað lélegir. Oft hressast þeir við ef þeir fá ný veidda loðna en hún er þó ekki alltaf þeginn því Karen hunsar oft loðnuna. „Þegar hún kom til okkar þá gat hún rosalega lítið labbað og átti mjög erfitt með gang en hún er búin að vera í stöðugri endurhæfingu hjá okkur. Hún er með gigt í mjöðmunum,” segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og bætir við. „Það er búið að vera að vinna rosalega mikið með hana og þá með fæturna sérstaklega. Karen er ofboðslega klár að synda, það virðist ekki þvælast fyrir henni en hún á erfitt með gang eins og maður getur séð, þá haltrar hún um en er orðin miklu betri en hún var.” Þóra segir að Karen fari alltaf í dagdvöl til hinna lundann á daginn. „Þá fer hún í dagdvöl og fær að synda með þeim og henni finnst það rosalega gaman en hún er í herberginu sína yfir nóttina á meðan það er engin til að fylgjast með,” segir Þóra. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Þóra segir að á pysjutímabilinu sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum komi alltaf einhverjar pysjur til þeirra á sjúkrastofu safnsins. “Já, það er rétt og meðhöndlun á pysjum er allt önnur núna heldur en hún var hér áður fyrr. Við leggjum rosalega mikla áherslu núna til dæmis að fólk noti hanska því það áttar sig kannski ekki á þvi hvað fitan á höndunum okkar hefur slæmar afleiðingar fyrir pysjurnar til dæmis,” segir Þóra. Heimasíða safnsins
Vestmannaeyjar Fuglar Dýr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira