Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 19:13 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Dúi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira