Innlent

Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina

Eiður Þór Árnason skrifar
FotoJet (36)
Instagram/Birgittalif - Lögreglan

Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið.

Þetta staðfestir Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá.

Fram kom í gær að tveir menn hafi ráðist á Enok Vatnar Jóns­son þar sem hann var staddur á bíla­planinu við Vín­búðina um sjö­leytið í gær á­samt kærustunni sinni Birgittu Líf Björns­dóttur, markaðs­stjóra World Class.

Samkvæmt heimildum Vísis voru ger­endur með hníf, pipar­úða og hamar og þekktu Birgitta og Enok ekki deili á þeim. Vitni að á­rásinni stigu inn í svo að enginn særðist en lög­reglan var fljót á vett­vang og hafði hendur í hári gerenda.

Birgitta segir í færslu á Instagram að hún sé þakklát fyrir að lögreglan hafi verið fljót á staðinn og að gerendur hafi verið handteknir. Birgitta vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag en nýverið var greint frá því að parið ætti von á sínu fyrsta barni saman.

Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að tveir hafi verið hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. Hið rétta er að þeim var sleppt eftir skýrslutöku. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×