„Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 15:07 Borgarstjóri segir að krafa um stórfellt skógarhögg í Öskjuhlíð hafi komið sér mjög á óvart. Um sé að ræða gríðarlega róttæka breytingu á einu stærsta græna svæði borgarinnar og ekki verði hlaupið að neinum ákvarðanatökum. Vísir/Einar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. Í gær var greint frá því að Isavia hafi í sumar sent bréf til Reykjavíkurborgar þar sem þess var krafist að tæplega þrjú þúsund tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld. Í kröfunni kemur fram að hæð trjánna sé raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við án tafar. „Ég skal viðurkenna að mér eiginlega krossbrá þegar þetta barst í sumar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. „Við höfum reyndar í átt bara í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Gerðum samkomulag 2013 og grisjuðum skóginn í ágætu samkomulagi 2017 og svona tíu tré á ári eftir það. En þetta er auðvitað af allt öðrum skala.“ „Vekur auðvitað allskonar spurningar“ Málið snýst um elsta og samfelldasta skóginn í Öskjuhlíð, um þriðjung af öllu skóglendi svæðisins. „Þannig að þetta myndi óneitanlega gjörbreyta Öskjuhlíðinni sem útivistarsvæði og öllu umhverfi í rauninni frá Háskólanum í Reykjavík og upp að Perlu og kirkjugarðinum,“ segir Dagur. En kemur þetta til greina að þínu mati? „Við vinnum þetta þannig að við auðvitað skoðum allt og fáum umsagnir. En það er ljóst að við höfum á undanförnum árum verið að auka vernd svokallaðra borgargarða eins og Öskjuhlíðin er og Elliðaárdalurinn. Svæðið er hverfisverndað í skipulagi sem er æðsta stig verndunar í gegnum deiliskipulag og hluti Öskjuhlíðar er á náttúruminjaskrá. Þannig að svona stórfellt skógarhögg myndi kalla á mjög vandaða rýni og hugsanlega umhverfismat og ýmsar leyfisveitingar. Þetta er ekkert sem er hlaupið í og vekur auðvitað allskonar spurningar því Öskjuhlíðin hefur verið þarna býsna lengi. Þó að trén séu hærri en þau voru þegar þeim var plantað fyrir um sjötíu árum.“ Öryggissjónarmið verði tekin til skoðunar Flugstjórar og flugmenn hafa einnig stigið fram og sagt að óhjákvæmilegt sé fyrir borgina að bregðast öðruvísi við en að fella trén til að tryggja flugöryggi. Dagur segir að þau sjónarmið verði tekin til skoðunar. „Sumir flugvellir sem eru inni í miðjum borgum eru með bratt aðflug, eins og í London. Ég skil að aðilar í flugi vilji hafa það sem minnst, en það eru líka gríðarleg verðmæti falin í útivistarsvæði eins og Öskjuhlíð og ekkert sjálfsagt mál að hlaupa í það án tafar eins og þarna er talað um, að fella þrjú þúsund tré.“ Nú taki við fundarhöld með Isavia þar sem reynt verði að komast á því á hvaða grundvelli krafan sé byggð. „Við teljum okkur hafa uppfyllt alla þá samninga sem við höfum gert nú þegar, það hallar alls ekki á borgina í því efni,“ segir Dagur. En ef þetta er farið að snúast um það að allur elsti og þéttasti skógurinn í Öskjuhlíð þurfi að víkja þá held ég að það þurfi að hefja það samtal á alveg nýjum grunni. Ekki tól í baráttunni um flugvöllinn Dagur segir að málið verði ekki notað sem tól í þeirri baráttu að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík og ekki eigi að líta þannig á það. „Hins vegar get ég alveg ímyndað mér að fólk spyrji sig að ef svona öflugt og fallegt grænt svæði fer ekki saman við flugvöll, þá má eiginlega segja að Isavia sé að stilla þessu þannig upp, skógi vaxinn Öskjuhlíð eða flugvöllur. Við höfum ekki gert það.“ Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré.Reykjavíkurborg Hver eru næstu skref? „Næstu skref eru að efna til fundar og fara yfir rök og fá frekari gögn frá Isavia. Því þetta er mjög stórt mál,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Facebook færslu hans um málið má sjá hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Tengdar fréttir Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Í gær var greint frá því að Isavia hafi í sumar sent bréf til Reykjavíkurborgar þar sem þess var krafist að tæplega þrjú þúsund tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld. Í kröfunni kemur fram að hæð trjánna sé raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við án tafar. „Ég skal viðurkenna að mér eiginlega krossbrá þegar þetta barst í sumar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. „Við höfum reyndar í átt bara í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Gerðum samkomulag 2013 og grisjuðum skóginn í ágætu samkomulagi 2017 og svona tíu tré á ári eftir það. En þetta er auðvitað af allt öðrum skala.“ „Vekur auðvitað allskonar spurningar“ Málið snýst um elsta og samfelldasta skóginn í Öskjuhlíð, um þriðjung af öllu skóglendi svæðisins. „Þannig að þetta myndi óneitanlega gjörbreyta Öskjuhlíðinni sem útivistarsvæði og öllu umhverfi í rauninni frá Háskólanum í Reykjavík og upp að Perlu og kirkjugarðinum,“ segir Dagur. En kemur þetta til greina að þínu mati? „Við vinnum þetta þannig að við auðvitað skoðum allt og fáum umsagnir. En það er ljóst að við höfum á undanförnum árum verið að auka vernd svokallaðra borgargarða eins og Öskjuhlíðin er og Elliðaárdalurinn. Svæðið er hverfisverndað í skipulagi sem er æðsta stig verndunar í gegnum deiliskipulag og hluti Öskjuhlíðar er á náttúruminjaskrá. Þannig að svona stórfellt skógarhögg myndi kalla á mjög vandaða rýni og hugsanlega umhverfismat og ýmsar leyfisveitingar. Þetta er ekkert sem er hlaupið í og vekur auðvitað allskonar spurningar því Öskjuhlíðin hefur verið þarna býsna lengi. Þó að trén séu hærri en þau voru þegar þeim var plantað fyrir um sjötíu árum.“ Öryggissjónarmið verði tekin til skoðunar Flugstjórar og flugmenn hafa einnig stigið fram og sagt að óhjákvæmilegt sé fyrir borgina að bregðast öðruvísi við en að fella trén til að tryggja flugöryggi. Dagur segir að þau sjónarmið verði tekin til skoðunar. „Sumir flugvellir sem eru inni í miðjum borgum eru með bratt aðflug, eins og í London. Ég skil að aðilar í flugi vilji hafa það sem minnst, en það eru líka gríðarleg verðmæti falin í útivistarsvæði eins og Öskjuhlíð og ekkert sjálfsagt mál að hlaupa í það án tafar eins og þarna er talað um, að fella þrjú þúsund tré.“ Nú taki við fundarhöld með Isavia þar sem reynt verði að komast á því á hvaða grundvelli krafan sé byggð. „Við teljum okkur hafa uppfyllt alla þá samninga sem við höfum gert nú þegar, það hallar alls ekki á borgina í því efni,“ segir Dagur. En ef þetta er farið að snúast um það að allur elsti og þéttasti skógurinn í Öskjuhlíð þurfi að víkja þá held ég að það þurfi að hefja það samtal á alveg nýjum grunni. Ekki tól í baráttunni um flugvöllinn Dagur segir að málið verði ekki notað sem tól í þeirri baráttu að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík og ekki eigi að líta þannig á það. „Hins vegar get ég alveg ímyndað mér að fólk spyrji sig að ef svona öflugt og fallegt grænt svæði fer ekki saman við flugvöll, þá má eiginlega segja að Isavia sé að stilla þessu þannig upp, skógi vaxinn Öskjuhlíð eða flugvöllur. Við höfum ekki gert það.“ Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré.Reykjavíkurborg Hver eru næstu skref? „Næstu skref eru að efna til fundar og fara yfir rök og fá frekari gögn frá Isavia. Því þetta er mjög stórt mál,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Facebook færslu hans um málið má sjá hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Tengdar fréttir Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23
Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21