Skiptar skoðanir í garð ferðamanna: „Þetta er orðið eins og skrímsli sums staðar“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. ágúst 2023 23:01 Mörgum finnst víða ekki þverfótað fyrir ferðamönnum. Vísir/Vilhelm Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að þessu beri að taka alvarlega en að niðurstöðurnar komi ekki á óvart í ljósi mikillar fjölgunar ferðamanna. Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru ríflega 14 prósent landsmanna neikvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum. Neikvæðnin hefur aukist verulega þar sem einungis um sex prósent voru sömu skoðunar í fyrra og árið þar á undan. Fréttamaður fór á stúfana og spurði nokkra landsmenn hver skoðun þeirra væri í garð ferðamannaflaumsins. Ansi skiptar skoðanir voru meðal fólks. „Mér finnst þetta vera komið í óefni með ferðamenn. Þetta er orðið eins og skrímsli sums staðar,“ sagði einn þeirra. Ferðaþjónusta hafi farið hratt af stað Fara þarf aftur til ferðamannaársins 2017 til þess að finna viðlíka neikvæðni en þá mældist hún í kringum tíu prósent. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ekki skrítið að viðhorfið sé heldur neikvæðara nú en síðustu tvö ár. Jóhannes Þór Skúlason segir Íslendinga vera afar góða gestgjafa. Vísir/Ívar „Við erum búin að hafa hér tvö ár þar sem var mjög lítið af ferðamönnum, jafnvel nánast engir, og þegar þetta fer mjög hratt af stað þá sjáum við sömu áhrif þegar fjölgunin verður hröð eins og var hér á árunum 2016 og 2017. Þá var mjög mikil fjölgun á milli ára og þá jókst líka þetta almenna neikvæða viðhorf,“ segir Jóhannes Þór. Áskoranir þurfi að taka alvarlega Samfélagið standi sannarlega frammi fyrir ýmsum áskorunum í ferðaþjónustunni sem ekki megi líta fram hjá. Til að mynda gagnvart náttúrunni og ferðamannastöðunum og nefnir Jóhannes Þór Landmannalaugar og umræðuna um framtíðina þar sem dæmi. Það beri að taka alvarlega enda sé margt í húfi. „Það skiptir okkur öll máli sem samfélag að þarna sé upplifun gestanna og gestgjafanna betri á næsta ári en heldur hún var á síðasta ári og betri eftir tíu ár heldur en hún var fyrir tíu árum,“ segir hann jafnframt. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. 9. ágúst 2023 20:30 „Leiðin var styttri en við héldum“ Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka. 28. júlí 2023 11:02 Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 21. júlí 2023 09:40 Innviðir eru ekki að springa vegna flóttafólks Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. 3. júlí 2023 10:01 Bandarískir ferðamenn slá met Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). 19. júlí 2023 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru ríflega 14 prósent landsmanna neikvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum. Neikvæðnin hefur aukist verulega þar sem einungis um sex prósent voru sömu skoðunar í fyrra og árið þar á undan. Fréttamaður fór á stúfana og spurði nokkra landsmenn hver skoðun þeirra væri í garð ferðamannaflaumsins. Ansi skiptar skoðanir voru meðal fólks. „Mér finnst þetta vera komið í óefni með ferðamenn. Þetta er orðið eins og skrímsli sums staðar,“ sagði einn þeirra. Ferðaþjónusta hafi farið hratt af stað Fara þarf aftur til ferðamannaársins 2017 til þess að finna viðlíka neikvæðni en þá mældist hún í kringum tíu prósent. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ekki skrítið að viðhorfið sé heldur neikvæðara nú en síðustu tvö ár. Jóhannes Þór Skúlason segir Íslendinga vera afar góða gestgjafa. Vísir/Ívar „Við erum búin að hafa hér tvö ár þar sem var mjög lítið af ferðamönnum, jafnvel nánast engir, og þegar þetta fer mjög hratt af stað þá sjáum við sömu áhrif þegar fjölgunin verður hröð eins og var hér á árunum 2016 og 2017. Þá var mjög mikil fjölgun á milli ára og þá jókst líka þetta almenna neikvæða viðhorf,“ segir Jóhannes Þór. Áskoranir þurfi að taka alvarlega Samfélagið standi sannarlega frammi fyrir ýmsum áskorunum í ferðaþjónustunni sem ekki megi líta fram hjá. Til að mynda gagnvart náttúrunni og ferðamannastöðunum og nefnir Jóhannes Þór Landmannalaugar og umræðuna um framtíðina þar sem dæmi. Það beri að taka alvarlega enda sé margt í húfi. „Það skiptir okkur öll máli sem samfélag að þarna sé upplifun gestanna og gestgjafanna betri á næsta ári en heldur hún var á síðasta ári og betri eftir tíu ár heldur en hún var fyrir tíu árum,“ segir hann jafnframt.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. 9. ágúst 2023 20:30 „Leiðin var styttri en við héldum“ Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka. 28. júlí 2023 11:02 Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 21. júlí 2023 09:40 Innviðir eru ekki að springa vegna flóttafólks Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. 3. júlí 2023 10:01 Bandarískir ferðamenn slá met Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). 19. júlí 2023 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. 9. ágúst 2023 20:30
„Leiðin var styttri en við héldum“ Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka. 28. júlí 2023 11:02
Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 21. júlí 2023 09:40
Innviðir eru ekki að springa vegna flóttafólks Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. 3. júlí 2023 10:01
Bandarískir ferðamenn slá met Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). 19. júlí 2023 07:00