Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. vísir

Ung kona með hreyfihömlun sem beðið hefur í tæp fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu.

Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þeir veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans og vinnumálastofnunar.

Tuttugu og þriggja daga gamalt stúlkubarn er á meðal þeirra sjö sem drepnir voru í árásum Rússa á Kherson héraðið í Úkraínu dag.

Þá fylgjumst við með trúðum sem léku listir sínar í Laugardalnum í dag, sjáum hvað íbúar í höfuðborginni gerðu í rjómablíðunni og skoðum verðlaunagötu á Selfossi.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×