Öðlaðist aftur trú á mannkynið á Fiskideginum mikla Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:23 Fimm fræknir gestir Fiskidagsins mikla. Það mætti halda að þau væru á samningi hjá 66°N. Viktor Freyr Tugir þúsunda sóttu Fiskidaginn mikla á Dalvík um helgina og gengu hátíðarhöld vel að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hátíðin náði hápunkti í gærkvöldi með flugeldasýningu og einkenndi gleði mannskapinn. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira