„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 13:50 Eiríkur segist hafa áhyggjur af því hvaða hugmyndir um íslenskuna slíkar nafnabreytingar opinberi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. „Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní. Verslun Íslensk tunga Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní.
Verslun Íslensk tunga Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent