Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2023 08:49 Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í sumar. Vísir/Kolbeinn Tumi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Maðurinn var dæmdur til að sæta þrjátíu daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi brotið sér leið inn á heimili sitt á Akureyri í apríl 2022 með því að berja stóru grjóti á útidyrahurð íbúðarinnar og síðan brotið glugga í útidyrahurðinni. Hann hafi svo brotið glugga í forstofuhurð og ruðst inn í svefnherbergi þar sem eiginkona hans hafði leitað skjóls ásamt börnum þeirra og dóttur sinni og móður. Þegar maðurinn hafði ruðst inn í herbergið skipaði hann konu sinni, tengdamóður og öllum börnum að yfirgefa íbúðina í snarhasti „þar sem hann væri kominn með nóg af þeim og gaf þeim klukkutíma til að yfirgefa íbúðina.“ Hann hafi svo kallað eiginkonu sína „helvítis hóru“, „tussu“ og „fokking geðveika“ fyrir framan börnin. Blóð slettist á börn og aðra Í ákæru segir ennfremur að við það að brjóta sér leið inn úr forstofunni hafi maðurinn skorist illa á hendi þannig að blóð hafi lekið úr hendi hans á muni og gólf í íbúðinni þannig að slettist á börnin og aðra viðstadda. Með atferlinu og orðum sínum hafi maðurinn sýnt börnum sínum og stjúpbarni „yfirgang, vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi og [sett] fram stórfelldar ærumeiðingar gegn maka sínum með tilgreindum orðum og fyrirskipunum fyrir framan börnin og móður brotaþola“. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir vörslu á um tveggja gramma skammti af marijúana. Sótti ekki þing Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall, en dómari mat gögn í málinu næg til sakfellingar. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar í málinu, sem dómari mat hæfileg þrjátíu daga fangelsi. Fullnusta refsingarinnar var hins vegar frestað og skal hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Maðurinn var dæmdur til að sæta þrjátíu daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi brotið sér leið inn á heimili sitt á Akureyri í apríl 2022 með því að berja stóru grjóti á útidyrahurð íbúðarinnar og síðan brotið glugga í útidyrahurðinni. Hann hafi svo brotið glugga í forstofuhurð og ruðst inn í svefnherbergi þar sem eiginkona hans hafði leitað skjóls ásamt börnum þeirra og dóttur sinni og móður. Þegar maðurinn hafði ruðst inn í herbergið skipaði hann konu sinni, tengdamóður og öllum börnum að yfirgefa íbúðina í snarhasti „þar sem hann væri kominn með nóg af þeim og gaf þeim klukkutíma til að yfirgefa íbúðina.“ Hann hafi svo kallað eiginkonu sína „helvítis hóru“, „tussu“ og „fokking geðveika“ fyrir framan börnin. Blóð slettist á börn og aðra Í ákæru segir ennfremur að við það að brjóta sér leið inn úr forstofunni hafi maðurinn skorist illa á hendi þannig að blóð hafi lekið úr hendi hans á muni og gólf í íbúðinni þannig að slettist á börnin og aðra viðstadda. Með atferlinu og orðum sínum hafi maðurinn sýnt börnum sínum og stjúpbarni „yfirgang, vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi og [sett] fram stórfelldar ærumeiðingar gegn maka sínum með tilgreindum orðum og fyrirskipunum fyrir framan börnin og móður brotaþola“. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir vörslu á um tveggja gramma skammti af marijúana. Sótti ekki þing Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall, en dómari mat gögn í málinu næg til sakfellingar. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar í málinu, sem dómari mat hæfileg þrjátíu daga fangelsi. Fullnusta refsingarinnar var hins vegar frestað og skal hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira