Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 07:29 Reynir Ólafsson, úr skátafélaginu Skjöldungum, er á meðal íslensku skátanna sem eru á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu. Hann virðist ekki láta hitann á sig fá. Sigrún María Bjarnadóttir/Selma Björk Hauksdóttir Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Innlent Fleiri fréttir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Innlent Fleiri fréttir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Sjá meira
Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22