Innlent

Lýsa yfir goshléi

Árni Sæberg skrifar
Lítið verður fyrir göngufólk upp að eldstöðvum að sjá á næstunni.
Lítið verður fyrir göngufólk upp að eldstöðvum að sjá á næstunni. Vísir/Arnar

Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, allavega í bili.

Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hafa beri í huga að of snemmt er að segja að gosinu sé lokið. Enn geti verið hætta nærri gossvæðinu. Afmörkun hættusvæðisins sem Veðurstofan gefur út verði enn í gildi og breytinga á því ekki að vænta fyrr en hættumat verður endurskoðað í næstu viku.

Þar segir að gosórói á jarðskjálftastöðinni við Hraunsels-Vatnsfell rétt við gosstöðvarnar hafi haldið áfram að lækka í dag og um klukkan 15 hafi hann verið kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos. Lítil sem engin virkni hafi verið í gígnum í dag, en í nótt og í morgun hafi sést glitta í glóandi bráð í gígnum.

Ekki endilega búið

Fyrr í dag sagði Salóme Jórunn vert að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn.

Hér að neðan má sjá nýjustu og mögulega síðustu myndir fréttastofu af eldgosinu við Litla-Hrút. Björn Steinbekk tók þær á síðasta degi júlímánaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×