Megi segja að eldgosið sé að lognast út af Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2023 14:03 Eldgosið við Litla-Hrút er ekkert sérstaklega tilkomumikið lengur. Stöð 2/Arnar Verulega hefur dregið úr gosóróa í eldgosinu við Litla-Hrút og að óbreyttu má gera ráð fyrir því að því ljúki á allra næstu dögum. „Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
„Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19