Innlent

Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka

Máni Snær Þorláksson skrifar
Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag.
Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag. Vísir/Einar

Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum.

„Þetta er sennilega vatnslögn fyrir framan húsið sem hefur gefið sig,“ segir Guðmundur Hreinsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. „Það er búið að skrúfa fyrir vatnið í hverfinu í kring.“

Vatnið seitlar ennþá inn og verið er að finna uppruna lekans.Vísir/Einar

Nú séu gröfur frá Kópavogsbæ fyrir utan húsnæðið að „grafa allt í sundur.“ Að sögn varðstjórans lak vatn inn í um þrjú hundruð fermetra æfingasal. 

„Það er búið að taka mest allt en það seitlar inn. Það er verið að reyna að finna út úr því hvaðan þetta kemur, hvort þetta komi úr inntaki, inni eða úti.“

Varðstjóri segir gröfur frá Kópavogsbæ vera mættar á svæðið.Vísir/Einar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×