Þrjátíu ára aldurstakmark en allir yfir tvítugu velkomnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 12:00 Fólk er þegar farið að flykkjast á Akureyri fyrir Verslunarmannahelgina. Vísir/Vilhelm Stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og víða mikil dagskrá í tilefni hennar. Akureyringar hefja helgina á Sjallaballi í kvöld, þar sem er þrjátíu ára „aldurstakmark“ samkvæmt hefð. Skipuleggjandi segir þó að þeir sem hafa náð aldri fái að fara inn á ballið. Eins og fyrri ár er nóg um að vera um Verslunarmannahelgi. Má þar nefna Þjóðhátíð í Eyjum, Innipúkann í Reykavík, Neistaflug á Neskaupsstað, Unglingalandsmótið á Sauðárkróki og Eina með öllu á Akureyri. „Hingað er komið fullt af fólki. Ég tók einmitt rúnt á tjaldsvæðinu í morgun og sá að þar er kominn svakalegur fjöldi nú þegar. Ég tók eftir því í gær, á fimmtudegi, að það var greinilega komið mikið af fólki í bæinn. Þetta lítur ferlega vel út, veðurspáin okkur í hag og allt eins og það á að vera hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi hjá viðburðarstofu Norðurlands. Milt veður er í kortunum fyrir helgina, ekki síst fyrir norðan. „Þetta er búið að vera skrítið sumar að því leytinu til að júlí var ekkert spes hérna fyrir norðan. Ekkert slæmur en við höfum séð betri júlí. Þetta er að detta í gang aftur, maður sér það, það er fín veðurspá um helgina og virðist mjög gott framundan.“ Þetta sé 32. eða 33. árið sem skipulögð hátíðarhöld fara fram á Akureyri um Verslunarmannahelgi. „Við höldum að 1991 eða 1992 hafi fyrsta hátíðin verið haldin á Akureyri, sem hét þá Halló Akureyri eða bara Verslunarmannahelgin á Akureyri,“ segir Davíð. Dagskráin sé að þessu sinni þétt, nái hápunkti með Sparitónleikunum á flötinni fyrir framan leikhúsið á sunnudag en hefjist með glæsibrag með balli á Sjallanum í kvöld. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. „Þar er þrjátíu ára „aldurstakmark“ og þeir sem vilja koma en eru ekki orðnir þrítugir þá búumst við við því að það verði fölsuð skilríki. Þannig að við tökum við fölsuðum skilríkjum,“ segir Davíð á léttu nótunum en ítrekar að tuttugu ára aldurstakmark er inn á Sjallann. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Í gegnum tíðina hafi fullorðið fólk, sem er á þrítugsaldri, mætt til að mynda með blöð sem það skrifaði sjálft á að það hefði náð 30 ára aldri og þau tekin gild. Fréttin var uppfærð með frekari skýringum Davíðs Rúnars á aldurstakmarki á Dynheimaböllum. Akureyri Tengdar fréttir Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. 4. ágúst 2023 07:25 „Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3. ágúst 2023 12:44 Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. 1. ágúst 2023 08:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Eins og fyrri ár er nóg um að vera um Verslunarmannahelgi. Má þar nefna Þjóðhátíð í Eyjum, Innipúkann í Reykavík, Neistaflug á Neskaupsstað, Unglingalandsmótið á Sauðárkróki og Eina með öllu á Akureyri. „Hingað er komið fullt af fólki. Ég tók einmitt rúnt á tjaldsvæðinu í morgun og sá að þar er kominn svakalegur fjöldi nú þegar. Ég tók eftir því í gær, á fimmtudegi, að það var greinilega komið mikið af fólki í bæinn. Þetta lítur ferlega vel út, veðurspáin okkur í hag og allt eins og það á að vera hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi hjá viðburðarstofu Norðurlands. Milt veður er í kortunum fyrir helgina, ekki síst fyrir norðan. „Þetta er búið að vera skrítið sumar að því leytinu til að júlí var ekkert spes hérna fyrir norðan. Ekkert slæmur en við höfum séð betri júlí. Þetta er að detta í gang aftur, maður sér það, það er fín veðurspá um helgina og virðist mjög gott framundan.“ Þetta sé 32. eða 33. árið sem skipulögð hátíðarhöld fara fram á Akureyri um Verslunarmannahelgi. „Við höldum að 1991 eða 1992 hafi fyrsta hátíðin verið haldin á Akureyri, sem hét þá Halló Akureyri eða bara Verslunarmannahelgin á Akureyri,“ segir Davíð. Dagskráin sé að þessu sinni þétt, nái hápunkti með Sparitónleikunum á flötinni fyrir framan leikhúsið á sunnudag en hefjist með glæsibrag með balli á Sjallanum í kvöld. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. „Þar er þrjátíu ára „aldurstakmark“ og þeir sem vilja koma en eru ekki orðnir þrítugir þá búumst við við því að það verði fölsuð skilríki. Þannig að við tökum við fölsuðum skilríkjum,“ segir Davíð á léttu nótunum en ítrekar að tuttugu ára aldurstakmark er inn á Sjallann. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Í gegnum tíðina hafi fullorðið fólk, sem er á þrítugsaldri, mætt til að mynda með blöð sem það skrifaði sjálft á að það hefði náð 30 ára aldri og þau tekin gild. Fréttin var uppfærð með frekari skýringum Davíðs Rúnars á aldurstakmarki á Dynheimaböllum.
Akureyri Tengdar fréttir Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. 4. ágúst 2023 07:25 „Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3. ágúst 2023 12:44 Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. 1. ágúst 2023 08:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. 4. ágúst 2023 07:25
„Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3. ágúst 2023 12:44
Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. 1. ágúst 2023 08:00