Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, flaug yfir Torfajökulssvæðið og myndaði. Eins og sést á myndunum þá er jökullinn svartur af ösku úr eldgosum undanfarinna ára og áratuga. Öskulögin á jöklunum, svo sem úr eldgosinu í Eyjafjallajökli og Gjálp hafa valdið örari bráðnun.
Því verður hins vegar ekki neitað að askan gefur jöklinum vissa drungalega og óhugnanlega fegurð.
Fari að gjósa í Torfajökli verður það ekki lítið ferðamannagos eins og við höfum séð á Reykjanesskaga undanfarin þrjú ár. Torfajökull er stærsta eldstöð landsins og getur búið til til stórt sprengigos. Öskufallið er ekki minna en í Öskjugosum. Síðast gaus í Torfajökli árið 1477.







