Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2023 06:46 Margrét segir marga furða sig á því að drónaflug sé óheimilt í friðlandinu við Dynjanda vegna fuglalífs á meðan þyrluferðir á vegum skemmtiferðaskipa eru heimilar. Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. „Þetta er ótrúlega flott skip og á því eru tvær þyrlur og einn kafbátur en við höfum pirrað okkur á því að það sé bannað að vera hér með dróna en allt í lagi að fljúga þyrlum hérna yfir allan Arnarfjörðinn,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur við Náttúrustofu Vestfjarða, um skemmtiferðarskip sem heimsótti Dynjanda í dag, í samtali við Vísi. Að sögn Margrétar er um að ræða skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse II. Á vef skipafélagsins kemur fram að skipinu sé ætlað að sameina lúxus og ævintýramennsku. Bryti er um borð. Viðskiptavinum er boðið upp á för hringinn í kringum eyjuna á tíu dögum og ef pöntuð væri ferð milli 5. og 14. ágúst kostar hún 8.120 bresk sterlingspund eða því sem nemur rúmum 1,3 milljónum íslenskra króna. Úr kynningarmyndbandi vegna Íslandsferðar með Scenic Eclipse II. Fuglarnir urluðust Margrét hefur ásamt kollegum verið við fornleifarannsóknir skammt frá Arnarfirði, einnig í fyrra og því orðið vitni að komu þó nokkurra skemmtiferðaskipa. „Við erum að grafa hérna og það var stanslaust fram á kvöld þyrluflug yfir fjörðinn í dag. Flugið er ekki mjög lágt en þú getur ímyndað þér áhrifin á fuglalífið þegar þær eru að lenda á skipinu. Þetta er þyrlupallur í miðju friðlendi.“ Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að flug dróna sé með öllu óheimilt við Dynjanda. Vísað er til rannsókna á drónaflugi sem sýna að það geti haft truflandi áhrif á fuglalíf. Fram kemur að í Dynjandisvogi hafi verið skráðar 35 tegundir fugla, þar á meðal nokkrar tegundir sem eru á lista yfir ábyrgðartegundir Íslands og/eða eru á válista. Í Dynjandisvogi hafa verið skráðar 35 tegundir fugla.Vísir/Vilhelm „Við urðum vitni að því þegar fuglarnir urluðust í fyrra, þá vorum við að grafa tölvuvert innar í firðinum. Það hlýtur að þurfa að taka á þessu,“ segir Margrét. „Í fyrra hringdi leiðsögumaður frá Ísafirði í stofnunina til að spyrjast fyrir um þetta þyrluflug í friðlandinu og hann fékk þau svör að það væri það ekki óheimilt. Fólk er alveg rasandi yfir því að þetta skuli vera leyfilegt, vegna þess að allir aðrir ferja ferðamenn frá Ísafirði. Þarna ertu að leggja hóteli inn í miðju friðlandi.“ Ísafjarðarbær Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Tengdar fréttir Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
„Þetta er ótrúlega flott skip og á því eru tvær þyrlur og einn kafbátur en við höfum pirrað okkur á því að það sé bannað að vera hér með dróna en allt í lagi að fljúga þyrlum hérna yfir allan Arnarfjörðinn,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur við Náttúrustofu Vestfjarða, um skemmtiferðarskip sem heimsótti Dynjanda í dag, í samtali við Vísi. Að sögn Margrétar er um að ræða skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse II. Á vef skipafélagsins kemur fram að skipinu sé ætlað að sameina lúxus og ævintýramennsku. Bryti er um borð. Viðskiptavinum er boðið upp á för hringinn í kringum eyjuna á tíu dögum og ef pöntuð væri ferð milli 5. og 14. ágúst kostar hún 8.120 bresk sterlingspund eða því sem nemur rúmum 1,3 milljónum íslenskra króna. Úr kynningarmyndbandi vegna Íslandsferðar með Scenic Eclipse II. Fuglarnir urluðust Margrét hefur ásamt kollegum verið við fornleifarannsóknir skammt frá Arnarfirði, einnig í fyrra og því orðið vitni að komu þó nokkurra skemmtiferðaskipa. „Við erum að grafa hérna og það var stanslaust fram á kvöld þyrluflug yfir fjörðinn í dag. Flugið er ekki mjög lágt en þú getur ímyndað þér áhrifin á fuglalífið þegar þær eru að lenda á skipinu. Þetta er þyrlupallur í miðju friðlendi.“ Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að flug dróna sé með öllu óheimilt við Dynjanda. Vísað er til rannsókna á drónaflugi sem sýna að það geti haft truflandi áhrif á fuglalíf. Fram kemur að í Dynjandisvogi hafi verið skráðar 35 tegundir fugla, þar á meðal nokkrar tegundir sem eru á lista yfir ábyrgðartegundir Íslands og/eða eru á válista. Í Dynjandisvogi hafa verið skráðar 35 tegundir fugla.Vísir/Vilhelm „Við urðum vitni að því þegar fuglarnir urluðust í fyrra, þá vorum við að grafa tölvuvert innar í firðinum. Það hlýtur að þurfa að taka á þessu,“ segir Margrét. „Í fyrra hringdi leiðsögumaður frá Ísafirði í stofnunina til að spyrjast fyrir um þetta þyrluflug í friðlandinu og hann fékk þau svör að það væri það ekki óheimilt. Fólk er alveg rasandi yfir því að þetta skuli vera leyfilegt, vegna þess að allir aðrir ferja ferðamenn frá Ísafirði. Þarna ertu að leggja hóteli inn í miðju friðlandi.“
Ísafjarðarbær Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Tengdar fréttir Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29