Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Lovísa Arnardóttir skrifar 2. ágúst 2023 19:17 Sigþrúður hefur enga aðstoð fengið við sárunum í andlitinu nema sýklalyf. Svandís segir hana ekki geta beðið lengur. Vísir/Einar Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn Það var í byrjun mars á þessu ári sem Sigþrúður Sigurðardóttir vaknaði við sambýlismann sinn látinn í rúminu við hliðina á sér. Allt frá þeim tíma hefur hún átt við mikil andleg veikindi að stríða og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Hún vaknaði við hliðina á honum dánum og hann er auðvitað farin að blána og stirðna og svona og hún fékk svona svakalega mikið áfall og byrjaði þá að klóra sér í andlitinu alltaf þegar henni líður illa, og það er þess vegna sem hún er svona illa farin,“ segir Svandís Ásta Jónsdóttir, vinkona Sigþrúðar og fyrrverandi nágrannakona, en hún hefur aðstoðað hana síðustu mánuði við að leita sér aðstoðar. Hún býr núna í félagslegri íbúð og fær ýmsa aðstoð en hefur ekki frá því að hún upplifði þetta áfall fengið nokkra áfallahjálp, sálfræðimeðferð eða almennilega sárameðferð við sárunum í andlitinu. En auk þessa áfalls var hún beitt miklu ofbeldi af manninum sem hún bjó með; andlegu, og kynferðislegu. Sigþrúður segist sjálf vilja fá að tala við sálfræðing sem fyrst. Vísir/Einar Sigþrúður segir ekki mikið en spurð hvort hún hafi viljað sálfræðiaðstoð játar hún því. „Mér hefði liðið betur.“ Finnst þér þú enn þurfa þess? „Já, svo sannarlega.“ Svandís kynntist Sigþrúði þegar þær voru nágrannar og hefur allt frá andláti sambýlismanns hennar reynt að aðstoða hana. Þær hafa leitað á læknavakt og heilsugæsluna þar sem hjúkrunarfræðingar gátu ekki eða treystu sér ekki til að gera að sárum hennar en gáfu þeim sýklalyf og vísuðu þeim á bráðamóttöku Landspítalans. „Hún var tekin inn og fékk eina sýklalyfjasprautu og var sett í sturtu og þvegið á henni hárið, og ég bað þær að klippa á henni neglurnar, svo hún gæti ekki klórað sér í framan,“ segir Svandís. Send heim með svefnlyf Eftir það var þeim vísað á geðdeild þar sem þeim var sagt að ekki væri veitt áfallahjálp. „Hún var spurð hvort hún hugsi um að fremja sjálfsmorð og hvort hún sofi. Hún var ekki spurð hvernig henni líður og ég spurði hvort hún gæti fengið áfallahjálp,“ segir Svandís og að þær hafi mætt leiðinlegu viðmóti á geðdeildinni en Sigþrúður send heim með svefnlyf. „Eina sem það hjálpar henni að gera er að sofa. Hún þarf að fá einhverja viðeigandi meðferð.“ Sigþrúður er eins og stendur á bið eftir því að fá sálfræðiþjónustu, heimaþjónustu og innlögn í sárameðferð, en Svandís telur hana ekki geta beðið mikið lengur. Andlitið er hulið sárum og bólgið eftir langvarandi meiðsli. Vísir/Einar Svandís segist í góðu sambandi við félagsráðgjafa Sigþrúðar og að hún sé að reyna koma henni í sálfræðimeðferð, og auk þess sé hún komin á bið hjá EMDR stofunni. „En það er ekkert að gerast akkúrat núna,“ segir Svandís og að það gildi líka um sárin í andlitinu. „Það er eins og það treysti sér enginn til að gera að sárunum hennar,“ segir Svandís og að hún hafi reynt að aðstoða hana með kremum sem Sigþrúði svíði þó mikið undan. „Það er hræðilegt að þurfa að vera svona í andlitinu. Þetta er svo góð stelpa og ég finn svo mikið til með henni, og vorkenni svo mikið, og mig langar svo að hún fái hjálp,“ segir Svandís einlæg og að henni þyki heilbrigðiskerfið alveg hafa brugðist Sigþrúði. „Mér finnst þetta mjög lélegt. Hún er manneskja með tilfinningar og þarf á hjálp að halda. Heilbrigðiskerfið á að veita þessa hjálp og mér finnst þetta til háborinnar skammar.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Félagsmál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Það var í byrjun mars á þessu ári sem Sigþrúður Sigurðardóttir vaknaði við sambýlismann sinn látinn í rúminu við hliðina á sér. Allt frá þeim tíma hefur hún átt við mikil andleg veikindi að stríða og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Hún vaknaði við hliðina á honum dánum og hann er auðvitað farin að blána og stirðna og svona og hún fékk svona svakalega mikið áfall og byrjaði þá að klóra sér í andlitinu alltaf þegar henni líður illa, og það er þess vegna sem hún er svona illa farin,“ segir Svandís Ásta Jónsdóttir, vinkona Sigþrúðar og fyrrverandi nágrannakona, en hún hefur aðstoðað hana síðustu mánuði við að leita sér aðstoðar. Hún býr núna í félagslegri íbúð og fær ýmsa aðstoð en hefur ekki frá því að hún upplifði þetta áfall fengið nokkra áfallahjálp, sálfræðimeðferð eða almennilega sárameðferð við sárunum í andlitinu. En auk þessa áfalls var hún beitt miklu ofbeldi af manninum sem hún bjó með; andlegu, og kynferðislegu. Sigþrúður segist sjálf vilja fá að tala við sálfræðing sem fyrst. Vísir/Einar Sigþrúður segir ekki mikið en spurð hvort hún hafi viljað sálfræðiaðstoð játar hún því. „Mér hefði liðið betur.“ Finnst þér þú enn þurfa þess? „Já, svo sannarlega.“ Svandís kynntist Sigþrúði þegar þær voru nágrannar og hefur allt frá andláti sambýlismanns hennar reynt að aðstoða hana. Þær hafa leitað á læknavakt og heilsugæsluna þar sem hjúkrunarfræðingar gátu ekki eða treystu sér ekki til að gera að sárum hennar en gáfu þeim sýklalyf og vísuðu þeim á bráðamóttöku Landspítalans. „Hún var tekin inn og fékk eina sýklalyfjasprautu og var sett í sturtu og þvegið á henni hárið, og ég bað þær að klippa á henni neglurnar, svo hún gæti ekki klórað sér í framan,“ segir Svandís. Send heim með svefnlyf Eftir það var þeim vísað á geðdeild þar sem þeim var sagt að ekki væri veitt áfallahjálp. „Hún var spurð hvort hún hugsi um að fremja sjálfsmorð og hvort hún sofi. Hún var ekki spurð hvernig henni líður og ég spurði hvort hún gæti fengið áfallahjálp,“ segir Svandís og að þær hafi mætt leiðinlegu viðmóti á geðdeildinni en Sigþrúður send heim með svefnlyf. „Eina sem það hjálpar henni að gera er að sofa. Hún þarf að fá einhverja viðeigandi meðferð.“ Sigþrúður er eins og stendur á bið eftir því að fá sálfræðiþjónustu, heimaþjónustu og innlögn í sárameðferð, en Svandís telur hana ekki geta beðið mikið lengur. Andlitið er hulið sárum og bólgið eftir langvarandi meiðsli. Vísir/Einar Svandís segist í góðu sambandi við félagsráðgjafa Sigþrúðar og að hún sé að reyna koma henni í sálfræðimeðferð, og auk þess sé hún komin á bið hjá EMDR stofunni. „En það er ekkert að gerast akkúrat núna,“ segir Svandís og að það gildi líka um sárin í andlitinu. „Það er eins og það treysti sér enginn til að gera að sárunum hennar,“ segir Svandís og að hún hafi reynt að aðstoða hana með kremum sem Sigþrúði svíði þó mikið undan. „Það er hræðilegt að þurfa að vera svona í andlitinu. Þetta er svo góð stelpa og ég finn svo mikið til með henni, og vorkenni svo mikið, og mig langar svo að hún fái hjálp,“ segir Svandís einlæg og að henni þyki heilbrigðiskerfið alveg hafa brugðist Sigþrúði. „Mér finnst þetta mjög lélegt. Hún er manneskja með tilfinningar og þarf á hjálp að halda. Heilbrigðiskerfið á að veita þessa hjálp og mér finnst þetta til háborinnar skammar.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Félagsmál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
„Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01