Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld. vísir

Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn.

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir ákæru á hendur honum ráðabrugg sem muni misheppnast. Samúel Karl Ólason, einn helsti séfræðingur fréttastofunnar í erlendum málum kemur í myndver og rýnir í stöðuna.

Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en við sáum fyrir sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann.

Þá fjöllum við um óþol Íslendinga fyrir ensku á skiltum og í auglýsingum, verðum í beinni útsendingu frá útgáfuhófi tímarits Hinsegin daga og komumst að því hvers vegna karlmaður þurfti að verja tíu klukkutímum í sundi í dag.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×