Hestar festust á ótrúlegan hátt saman á hófunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2023 15:02 Hestunum tveimur tókst á einhvern ótrúlegan hátt að festast á hófunum án þess að slasa sig. Hestamannafélagið Skagfirðingur fór í fimm daga ferð um Þingeyjarsveit. Það var mikill hasar í ferðinni og duttu nokkrir knapar af baki. Annan daginn áttu sér stað undur og stórmerki þegar tveir hestar festust saman á hófunum. Erla Unnur Sigurðardóttir fór í ferðina og náði því á myndband þegar hestarnir tveir festust saman. Hér fyrir neðan má lesa ferðasögu Erlu og sjá myndband sem hún tók af atburðinum sem vakti furðu allra. „Við vorum í hestaferð um Þingeyjarsýslu dagana 26. til 30. júlí. Fórum um Köldukinn og Aðaldal og gistum á bænum Landamóti allar næturnar. Sigurður Sveinn og hans kona eru með góða aðstöðu þar fyrir hestafólk,“ segir Erla. Erla Unnur er mikil hestakona.Facebook „Þennan dag sem þetta skeði vorum við að fara frá Torfunesi yfir á Sand. Hrossin voru búin að vera rosalega erfið hjá okkur, mikið hlaup á þeim og það hélt áfram á degi tvö.“ „Þau voru öll gefin fyrir að hlaupa og nokkrir hestar sem voru erfiðir og þrýstu á undanreiðarmenn og reyndu að komast fram úr þeim,“ segir Erla en hestamennirnir voru rúmlega þrjátíu talsins og hrossin um 130. „Meiri parturinn er fyrir framan til að hafa hemil á þessu. Það verður alltaf að fara fólk á undan til þess að leiða hrossin. Svo eru aðrir til að halda utan um af því þau vilja stökkva inn í heimreiðar og út um allar trissur. Og það getur verið hasar.“ Hestur læknisins leið út af Annan daginn var sérstaklega mikill hasar en þá leið yfir einn hestinn og tveir knapar duttu af baki. „Við erum búin að fara einn legg og það húrraði einn hestur á malbikinu með unglingsstrák,“ segir Erla en sem betur fer var læknir að nafninu Ingólfur með í för. Drengurinn var sendur í myndatöku á Húsavík og reyndist óbrotinn. Kort af ferð Hestamannafélagsins Skagfirðings.Skagfirðingur Eftir það stoppaði hópurinn á fyrirframákveðnu stoppi. Þegar þau ætluðu að leggja af stað aftur spenntist hestur læknisins upp, prjónaði og svo leið yfir hann. „Við héldum að hrossið hefði dottið niður dautt. Knapinn seig niður með hrossinu en náði að færa fótinn frá þannig hann festist ekki. Svo ranghvolfdust í því augun og það ofandaði. Ég og aðrir urðum að fara til þess að fylgja hópnum en þá fóru aðrir að hjálpa honum.“ „Á næsta stoppi þá töpuðum við tveimur hrossum út í hraun,“ segir Erla. „Svo komu þau aftur og þá æstist hópurinn allur upp við að sjá þau koma inn. Þá ruddust þau á brúnna á undanreiðarmenn og þeir lentu í þvögunni. Kona sem var ekki góð í bakinu rúllaði þá af baki en meiddi sig ekki neitt. Það var stoppað augnablik til að hjálpa henni á bak.“ „Áfram var haldið og þá var allt í einu stopp aftur. Þá hugsaði maður Hvað nú? Er enn einn dottinn af baki? en þá var það þetta,“ segir Erla. Hér má sjá nærmynd af hófum hestanna föstum saman. Hvað gerðist þá nákvæmlega? „Það er nú það. Við vitum það eiginlega ekki, enginn sá þetta ske. Það voru kannski níutíu hross á fullri ferð á undan okkur,“ segir Erla. „Þau greinilega festast og þau hafa bara neglt niður. Þau hafa náð því þannig að hvorugt þeirra slasaðist. Þau höfðu hæglega getað brotnað.“ „Þessi hross þekktust, það er sami eigandi að þessum hrossum sem heitir Annika Webbert,“ segir hún. Berja þurfti hófana í sundur. Þeir skella saman hófunum? „Vinstri afturfótur á þessum vindótta og vinstri framfótur á þessum bleikálótta. Þetta er eiginlega óskiljanlegt. Við vitum ekki alveg hvernig þetta er hægt,“ segir Erla. „Við munum örugglega aldrei upplifað annað eins.“ „Bíllinn kom fyrir rest og þau voru dálitla stund að berja þetta í sundur. Þeir voru fastir saman á hælunum á skeifunum. Hrossin voru síðan teymd smáspöl, voru aðeins hölt en svo jöfnuðu þau sig og daginn eftir var allt í lagi með þau.“ „Þau voru ótrúlega róleg hrossin. Svo stóðum við þarna í kring og héldum í hestana fyrir þá sem voru að baksa við þetta. Við vorum með reiðhestana þarna í hring, prjónandi og brjálaða af því þeir vildu halda áfram. Þannig það voru læti þarna í kring.“ Fjöldi manna þurfti að hjálpast að til að losa hestana. Hestar Þingeyjarsveit Skagafjörður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Erla Unnur Sigurðardóttir fór í ferðina og náði því á myndband þegar hestarnir tveir festust saman. Hér fyrir neðan má lesa ferðasögu Erlu og sjá myndband sem hún tók af atburðinum sem vakti furðu allra. „Við vorum í hestaferð um Þingeyjarsýslu dagana 26. til 30. júlí. Fórum um Köldukinn og Aðaldal og gistum á bænum Landamóti allar næturnar. Sigurður Sveinn og hans kona eru með góða aðstöðu þar fyrir hestafólk,“ segir Erla. Erla Unnur er mikil hestakona.Facebook „Þennan dag sem þetta skeði vorum við að fara frá Torfunesi yfir á Sand. Hrossin voru búin að vera rosalega erfið hjá okkur, mikið hlaup á þeim og það hélt áfram á degi tvö.“ „Þau voru öll gefin fyrir að hlaupa og nokkrir hestar sem voru erfiðir og þrýstu á undanreiðarmenn og reyndu að komast fram úr þeim,“ segir Erla en hestamennirnir voru rúmlega þrjátíu talsins og hrossin um 130. „Meiri parturinn er fyrir framan til að hafa hemil á þessu. Það verður alltaf að fara fólk á undan til þess að leiða hrossin. Svo eru aðrir til að halda utan um af því þau vilja stökkva inn í heimreiðar og út um allar trissur. Og það getur verið hasar.“ Hestur læknisins leið út af Annan daginn var sérstaklega mikill hasar en þá leið yfir einn hestinn og tveir knapar duttu af baki. „Við erum búin að fara einn legg og það húrraði einn hestur á malbikinu með unglingsstrák,“ segir Erla en sem betur fer var læknir að nafninu Ingólfur með í för. Drengurinn var sendur í myndatöku á Húsavík og reyndist óbrotinn. Kort af ferð Hestamannafélagsins Skagfirðings.Skagfirðingur Eftir það stoppaði hópurinn á fyrirframákveðnu stoppi. Þegar þau ætluðu að leggja af stað aftur spenntist hestur læknisins upp, prjónaði og svo leið yfir hann. „Við héldum að hrossið hefði dottið niður dautt. Knapinn seig niður með hrossinu en náði að færa fótinn frá þannig hann festist ekki. Svo ranghvolfdust í því augun og það ofandaði. Ég og aðrir urðum að fara til þess að fylgja hópnum en þá fóru aðrir að hjálpa honum.“ „Á næsta stoppi þá töpuðum við tveimur hrossum út í hraun,“ segir Erla. „Svo komu þau aftur og þá æstist hópurinn allur upp við að sjá þau koma inn. Þá ruddust þau á brúnna á undanreiðarmenn og þeir lentu í þvögunni. Kona sem var ekki góð í bakinu rúllaði þá af baki en meiddi sig ekki neitt. Það var stoppað augnablik til að hjálpa henni á bak.“ „Áfram var haldið og þá var allt í einu stopp aftur. Þá hugsaði maður Hvað nú? Er enn einn dottinn af baki? en þá var það þetta,“ segir Erla. Hér má sjá nærmynd af hófum hestanna föstum saman. Hvað gerðist þá nákvæmlega? „Það er nú það. Við vitum það eiginlega ekki, enginn sá þetta ske. Það voru kannski níutíu hross á fullri ferð á undan okkur,“ segir Erla. „Þau greinilega festast og þau hafa bara neglt niður. Þau hafa náð því þannig að hvorugt þeirra slasaðist. Þau höfðu hæglega getað brotnað.“ „Þessi hross þekktust, það er sami eigandi að þessum hrossum sem heitir Annika Webbert,“ segir hún. Berja þurfti hófana í sundur. Þeir skella saman hófunum? „Vinstri afturfótur á þessum vindótta og vinstri framfótur á þessum bleikálótta. Þetta er eiginlega óskiljanlegt. Við vitum ekki alveg hvernig þetta er hægt,“ segir Erla. „Við munum örugglega aldrei upplifað annað eins.“ „Bíllinn kom fyrir rest og þau voru dálitla stund að berja þetta í sundur. Þeir voru fastir saman á hælunum á skeifunum. Hrossin voru síðan teymd smáspöl, voru aðeins hölt en svo jöfnuðu þau sig og daginn eftir var allt í lagi með þau.“ „Þau voru ótrúlega róleg hrossin. Svo stóðum við þarna í kring og héldum í hestana fyrir þá sem voru að baksa við þetta. Við vorum með reiðhestana þarna í hring, prjónandi og brjálaða af því þeir vildu halda áfram. Þannig það voru læti þarna í kring.“ Fjöldi manna þurfti að hjálpast að til að losa hestana.
Hestar Þingeyjarsveit Skagafjörður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent