Hleðslustöðvaskortur Sauðkrækinga leystur fyrir landsmót Bjarki Sigurðsson skrifar 31. júlí 2023 11:41 Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Vísir/Egill Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um helgina. Framkvæmdastjóri mótsins gerir ráð fyrir því að fólksfjöldi bæjarins þrefaldist yfir helgina sem reynir á ýmsa innviði, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Þetta verður í 24. skiptið sem mótið fer fram en í fjórða sinn sem það fer fram á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir því að eitt til tvö þúsund krakkar taki þátt og fylgja foreldrar þeirra með enda mikil fjölskylduhátíð. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir alla eiga eftir að finna eitthvað sér við hæfi. „Það ætti engum að leiðast og það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi og það eiga allir að vera á sínum forsendum,“ segir Ómar. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta er fjölskylduhátíð. Íþrótta- og fjölskylduhátíð. Þannig við viljum að þarna sé fjölskyldan saman í góðu umhverfi og íþróttir skipa stóran sess, stærstan sess af dagskránni. En það er mikið, mikið annað en íþróttir. Það eru ekki allir sem eru þar en það eiga allir að finna einhver verkefni við sitt hæfi á mótinu, alveg klárlega.“ Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri mótsins. Íbúar á Króknum hafa rætt sín á milli um skort á almennum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í bænum en einungis ein slík er til staðar. Ómar segir það vandamál, líkt og öll önnur sem upp koma við skipulagningu, hafa verið leyst. „En til þess erum við að skipuleggja þetta mót. Við verðum með sjö eða átta stöðvar sem verða settar upp á tjaldsvæðinu. Það eru allir sem eru að leysa svona vandamál og vilja að gestir okkar upplifi það vel að koma hingað. Vissulega höfðum við áhyggjur í upphafi en þá förum við bara í verkið og leysum það,“ segir Ómar. Skagafjörður Íþróttir barna Börn og uppeldi Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. 27. júlí 2023 08:32 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Þetta verður í 24. skiptið sem mótið fer fram en í fjórða sinn sem það fer fram á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir því að eitt til tvö þúsund krakkar taki þátt og fylgja foreldrar þeirra með enda mikil fjölskylduhátíð. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir alla eiga eftir að finna eitthvað sér við hæfi. „Það ætti engum að leiðast og það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi og það eiga allir að vera á sínum forsendum,“ segir Ómar. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta er fjölskylduhátíð. Íþrótta- og fjölskylduhátíð. Þannig við viljum að þarna sé fjölskyldan saman í góðu umhverfi og íþróttir skipa stóran sess, stærstan sess af dagskránni. En það er mikið, mikið annað en íþróttir. Það eru ekki allir sem eru þar en það eiga allir að finna einhver verkefni við sitt hæfi á mótinu, alveg klárlega.“ Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri mótsins. Íbúar á Króknum hafa rætt sín á milli um skort á almennum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í bænum en einungis ein slík er til staðar. Ómar segir það vandamál, líkt og öll önnur sem upp koma við skipulagningu, hafa verið leyst. „En til þess erum við að skipuleggja þetta mót. Við verðum með sjö eða átta stöðvar sem verða settar upp á tjaldsvæðinu. Það eru allir sem eru að leysa svona vandamál og vilja að gestir okkar upplifi það vel að koma hingað. Vissulega höfðum við áhyggjur í upphafi en þá förum við bara í verkið og leysum það,“ segir Ómar.
Skagafjörður Íþróttir barna Börn og uppeldi Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. 27. júlí 2023 08:32 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. 27. júlí 2023 08:32