Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2023 20:57 Hitabylgjur hafa herjað á heim allan í núlíðandi mánuði. EPA Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. „Hitinn í júlí hefur þegar verið svo hár að það er hér um bil öruggt að mánuðurinn muni slá hitamet með yfirburðum,“ segir í skýrslu sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins gáfu frá sér í dag. Í frétt CNN segir að síðustu þrjár vikur hafi verið þær heitustu frá upphafi mælinga og líklega í meira en hundrað þúsund ár. Þá segir að venjulega þegar hitamet af þessu tagi séu slegin muni hundraðshlutum úr selsíusgráðu milli nýja og gamla metsins en í þetta skipti sé munurinn talsvert meiri. Fyrstu 23 dagana í júlí var meðalhiti jarðar 16,95 gráður á selsíus en hæsti meðalhiti á einum mánuði enn sem komið er,eru 16,63 gráður í júlí árið 2019. Metið verði því mögulega slegið með óvenjulega miklum yfirburðum. Miklar líkur á hitameti Hitamælingarnar sem miðað er við hófust hófust árið 1940, en margir sérfræðingar telja það nær bókað að hitatölurnar í júlí verði þær hæstu á jörðinni í 120 þúsund ár, ef miðað er við upplýsingar sem fengist hafa úr trjáhringjum, kóralrifum og djúpsjávarseti. „Þetta eru hæstu hitatölur í sögu mannkyns,“ segir Samantha Burgess, staðgengill forstjóra Loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. „Líkurnar benda svo sannarlega til þess að met verði slegin í sumar,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri stofnunarinnar. Hann bætti þó við að of snemmt væri að alhæfa um það. Hitabylgjur víðast hvar Skæðar hitabylgjur hafa riðið yfir víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu síðustu vikur. Gróðureldar hafa logað meðal annars á Grikklandi, Spáni, Alsír og Kanada. Þá hafa hitatölur víða náð nærri fimmtíu gráðum. Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
„Hitinn í júlí hefur þegar verið svo hár að það er hér um bil öruggt að mánuðurinn muni slá hitamet með yfirburðum,“ segir í skýrslu sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins gáfu frá sér í dag. Í frétt CNN segir að síðustu þrjár vikur hafi verið þær heitustu frá upphafi mælinga og líklega í meira en hundrað þúsund ár. Þá segir að venjulega þegar hitamet af þessu tagi séu slegin muni hundraðshlutum úr selsíusgráðu milli nýja og gamla metsins en í þetta skipti sé munurinn talsvert meiri. Fyrstu 23 dagana í júlí var meðalhiti jarðar 16,95 gráður á selsíus en hæsti meðalhiti á einum mánuði enn sem komið er,eru 16,63 gráður í júlí árið 2019. Metið verði því mögulega slegið með óvenjulega miklum yfirburðum. Miklar líkur á hitameti Hitamælingarnar sem miðað er við hófust hófust árið 1940, en margir sérfræðingar telja það nær bókað að hitatölurnar í júlí verði þær hæstu á jörðinni í 120 þúsund ár, ef miðað er við upplýsingar sem fengist hafa úr trjáhringjum, kóralrifum og djúpsjávarseti. „Þetta eru hæstu hitatölur í sögu mannkyns,“ segir Samantha Burgess, staðgengill forstjóra Loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. „Líkurnar benda svo sannarlega til þess að met verði slegin í sumar,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri stofnunarinnar. Hann bætti þó við að of snemmt væri að alhæfa um það. Hitabylgjur víðast hvar Skæðar hitabylgjur hafa riðið yfir víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu síðustu vikur. Gróðureldar hafa logað meðal annars á Grikklandi, Spáni, Alsír og Kanada. Þá hafa hitatölur víða náð nærri fimmtíu gráðum.
Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira