Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2023 20:06 Guðrún og Sveinn Óðinn að gera sig klár að fara á rúntinn með Storm Snæ, mótorhjólahundinn sinn, sem er átta mánaða gamall. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni. Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær. Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær.
Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira