Gossvæðið bara opið frá Suðurstrandarvegi Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 10:24 Fólk á ferðinni við gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Eldstöðvarnar við Litla Hrút eru eingöngu opnar frá Suðurstrandavegi í dag. Öðrum vegum eða vegaslóðum hefur verið lokað. Leið þessi kallast Meradalaleið og er um tuttugu kílómetra löng, fram og til baka. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að gönguferðin taki um fimm til sjö klukkustundir og henti ekki öllum. Þar segir einnig að björgunarsveitarfólk hafi komið nokkrum til aðstoðar í gær og í nótt en engin alvarleg tilfelli hafi komið upp. Fólk er beðið um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættu- og bannsvæði. Búist er við því að gasmenginunin berist til suðurs í dag og að hennar verði vart á Suðurstrandavegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningunni. Kort sem sýnir gönguleiðarnar við gosstöðvarnar. Örlítill samdráttur Nýjar gervihnattamyndir sýna að síðustu fjóra daga, hefur dregið örlítið úr hraunflæði sé það borið saman við dagana þar á undan. Dagana 13. til 17. júlí mældist hraunflæðið tæplega þrettán rúmmetrar á sekúndu. Flæðið var 14,5 rúmmetrar á sekúndu dagana 11. til 13. júlí. Á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans segir að munurinn sé ekki marktækur, sé tillit tekið til óvissu í mælingunum. Þá er hraunið orðið 0,83 ferkílómetrar í flatarmál og rúmmál þess er 8,4 milljón rúmmetrar. Hraunjaðarinn hefur færst fram að meðaltali um þrjú til fjögur hundruð metra á dag en færslan er mjög breytileg. Hraunið er að mestu tuttugu metra þykkt en meðalþykktin er um tíu metrar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að gönguferðin taki um fimm til sjö klukkustundir og henti ekki öllum. Þar segir einnig að björgunarsveitarfólk hafi komið nokkrum til aðstoðar í gær og í nótt en engin alvarleg tilfelli hafi komið upp. Fólk er beðið um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættu- og bannsvæði. Búist er við því að gasmenginunin berist til suðurs í dag og að hennar verði vart á Suðurstrandavegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningunni. Kort sem sýnir gönguleiðarnar við gosstöðvarnar. Örlítill samdráttur Nýjar gervihnattamyndir sýna að síðustu fjóra daga, hefur dregið örlítið úr hraunflæði sé það borið saman við dagana þar á undan. Dagana 13. til 17. júlí mældist hraunflæðið tæplega þrettán rúmmetrar á sekúndu. Flæðið var 14,5 rúmmetrar á sekúndu dagana 11. til 13. júlí. Á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans segir að munurinn sé ekki marktækur, sé tillit tekið til óvissu í mælingunum. Þá er hraunið orðið 0,83 ferkílómetrar í flatarmál og rúmmál þess er 8,4 milljón rúmmetrar. Hraunjaðarinn hefur færst fram að meðaltali um þrjú til fjögur hundruð metra á dag en færslan er mjög breytileg. Hraunið er að mestu tuttugu metra þykkt en meðalþykktin er um tíu metrar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira