Innlent

Einn látinn eftir um­ferðar­slysið fyrir vestan

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Umfangsmiklar aðgerðir viðbragðsaðila voru á vettvangi slyssins.
Umfangsmiklar aðgerðir viðbragðsaðila voru á vettvangi slyssins. Vísir

Einn far­þegi var úr­skurðaður látinn eftir al­var­legt um­ferðar­slys á Snæ­fells­nes­vegi norðan við Hítar­á í há­deginu í dag. Sex eru auk þess slasaðir.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Vestur­landi. Þar segir að tveir bílar hafi rekist saman, hús­bíll og jepp­lingur en bílarnir komu úr gagn­stæðum áttum. 

Sjö er­lendir ferða­menn voru í bílunum og var far­þegi úr annarri þeirra úr­skurðaður látinn á vett­vangi. Þrír voru fluttir af vett­vangi með þyrlu Land­helgis­gæslunnar og þrír með sjúkra­bíl.

Báðir bílar eru ó­nýtir. Lög­reglan á Vestur­landi rann­sakar til­drög slyssins. Slökkvi­lið, lög­regla, sjúkra­flutningar, rann­sóknar­nefnd um­ferðar­slysa og Land­helgis­gæsla komu að að­gerðum á vett­vangi.

Staðsetning slyssins.Vegagerðin


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×