„Hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2023 13:44 Gígbarmar aðalgígsins við Litla-Hrút eru nú orðnir yfir tuttugu metra háir, aðeins hærri en þegar þessi mynd var tekin. Vísir/vilhelm Rennsli í hraunánni frá gíg eldgossins við Litla-Hrút virðist hafa minnkað síðasta hálfa sólarhringinn, að sögn eldfjallafræðings. Virknin hefur þó haldist nokkuð stöðug yfir helgina. Hraun heldur áfram að renna í suður, niður í Meradali, yfir hraun frá 2021 og er nú einnig komið upp á hraun frá því í gosinu í fyrra. Gígbarmar aðalgígsins eru orðnir 22 metra háir. „Það er hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði. Það hefur lækkað í hraunánni á síðustu tólf tímum eða svo, yfir nótt. En samt finnst mér gígvirknin vera mjög svipuð og hún hefur verið. Þannig að miðað við það finnst mér líklegra að það sé tengt því að hluti af hraunflæðinu hafi fundið sér aðra leið sé að fara eitthvað annað,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „Þessu gosi er farið að svipa meira og meira til virkninnar sem við sáum í gosinu '21, svona í maí, sennipart apríl. Það er samfelld virkni í einum gíg. Þetta er bara mjög föngulegur gígur með fallegum kvikustrókum.“ Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/arnar Enn ber ekki á neinni færslu norðureftir, ekki á yfirborðinu í það minnsta, segir Þorvaldur, inntur eftir því hvort Keilir sé óhultur í gosinu sem nú stendur yfir. „Það er alltaf möguleiki að þessi gossprunga gæti lengst til norðurs með myndun nýrra gossprungna en það er mjög ólíklegt að slíkar sprungur nái norður fyrir Keili,“ segir Þorvaldur. „Ef virknin færist í áttina að Keili og ætli sér eitthvað lengra er miklu líklegra að hún skjóti sér í austurátt, yfir að Trölladyngju, og síðan þá yfir í Krýsuvík.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03 Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Það er hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði. Það hefur lækkað í hraunánni á síðustu tólf tímum eða svo, yfir nótt. En samt finnst mér gígvirknin vera mjög svipuð og hún hefur verið. Þannig að miðað við það finnst mér líklegra að það sé tengt því að hluti af hraunflæðinu hafi fundið sér aðra leið sé að fara eitthvað annað,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „Þessu gosi er farið að svipa meira og meira til virkninnar sem við sáum í gosinu '21, svona í maí, sennipart apríl. Það er samfelld virkni í einum gíg. Þetta er bara mjög föngulegur gígur með fallegum kvikustrókum.“ Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/arnar Enn ber ekki á neinni færslu norðureftir, ekki á yfirborðinu í það minnsta, segir Þorvaldur, inntur eftir því hvort Keilir sé óhultur í gosinu sem nú stendur yfir. „Það er alltaf möguleiki að þessi gossprunga gæti lengst til norðurs með myndun nýrra gossprungna en það er mjög ólíklegt að slíkar sprungur nái norður fyrir Keili,“ segir Þorvaldur. „Ef virknin færist í áttina að Keili og ætli sér eitthvað lengra er miklu líklegra að hún skjóti sér í austurátt, yfir að Trölladyngju, og síðan þá yfir í Krýsuvík.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03 Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03
Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40