Ísabella keppir í kvöld í handmáluðum þjóðbúning Íris Hauksdóttir skrifar 14. júlí 2023 13:11 Þjóðbúningurinn sem Ísabella klæðist í kvöld er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju og íslensku landslagi. aðsend Ísabella Þorvaldsdóttir keppir í kvöld í Miss Supranational en hún stóð uppi sem sigurvegari sem Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í Póllandi og segist Ísabella gríðarlega spennt fyrir kvöldinu. Ísabellu hafði dreymt um að verða fegurðardrottning frá því hún var þriggja ára en sá draumur rættist þegar hún hampaði titilinum Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í kvöld og var Ísabella stödd á lokaæfingunni þegar blaðakona náði tali af henni. Ísabella er glæsilegur fulltrúi Íslands.aðsend „Við erum á síðustu æfingunni okkar og ég get ekki beðið eftir kvöldinu. Við erum búnar að æfa saman í þrjár vikur og það er búið að vera yndislegur tími, þökk sé þessum stelpum. Við erum allar orðnar systur og þær verða vinkonur mínar alla mína ævi. Margar þeirra stefna á að koma til Íslands og ég sömuleiðis spennt að heimsækja þær til sinna landa.“ Kjóllinn táknar Ísland Ísabella viðurkennir þó að undirbúningsferlið hafi reynst krefjandi. „Þetta er búið að vera mun meiri keyrsla en ég átti von á. Við vöknum oft fimm á morgnanna og erum ekki komnar heim fyrr en eftir miðnætti. En þetta er ótrúlega skemmtilegt. Uppáhalds minningarnar mínar eru samt þegar við erum allar búnar á æfingum og fáum okkur pizzu saman í náttfötunum. Það er náttúrulega mjög stelpulegt og sætt.“ Kjóllinn sem Ísabella klæðist í kvöld vekur skiljanlega mikla eftirtekt en hann er hannaður af Kirsten Regalado og táknar Ísland. Klippa: Ísabella sýnir Íslands-kjólinn „Kjóllinn er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju framan á og íslenskri náttúru allt í kring. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann.“ Ísabella segist óendanlega þakklát öllum þeim sem staðið hafa við bakið á sér í ferlinu.aðsend Ísabella hvetur alla til að fylgjast með keppninni í kvöld. „Ég mun segja líffæragjafa söguna mína og hvernig mitt markmið í lífinu er að elta drauma sína. Þetta er minn stærsti draumur að rætast. Ég er svo óendanlega þakklát öllum sem hafa staðið á bakvið mig og ég get ekki beðið með að vinna meira með þessu fólki í framtíðinni. En svo er ég líka mjög spennt að krýna næstu drottningu.“ Áhugasamir geta fylgst með keppninni hér. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Ísabellu hafði dreymt um að verða fegurðardrottning frá því hún var þriggja ára en sá draumur rættist þegar hún hampaði titilinum Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í kvöld og var Ísabella stödd á lokaæfingunni þegar blaðakona náði tali af henni. Ísabella er glæsilegur fulltrúi Íslands.aðsend „Við erum á síðustu æfingunni okkar og ég get ekki beðið eftir kvöldinu. Við erum búnar að æfa saman í þrjár vikur og það er búið að vera yndislegur tími, þökk sé þessum stelpum. Við erum allar orðnar systur og þær verða vinkonur mínar alla mína ævi. Margar þeirra stefna á að koma til Íslands og ég sömuleiðis spennt að heimsækja þær til sinna landa.“ Kjóllinn táknar Ísland Ísabella viðurkennir þó að undirbúningsferlið hafi reynst krefjandi. „Þetta er búið að vera mun meiri keyrsla en ég átti von á. Við vöknum oft fimm á morgnanna og erum ekki komnar heim fyrr en eftir miðnætti. En þetta er ótrúlega skemmtilegt. Uppáhalds minningarnar mínar eru samt þegar við erum allar búnar á æfingum og fáum okkur pizzu saman í náttfötunum. Það er náttúrulega mjög stelpulegt og sætt.“ Kjóllinn sem Ísabella klæðist í kvöld vekur skiljanlega mikla eftirtekt en hann er hannaður af Kirsten Regalado og táknar Ísland. Klippa: Ísabella sýnir Íslands-kjólinn „Kjóllinn er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju framan á og íslenskri náttúru allt í kring. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann.“ Ísabella segist óendanlega þakklát öllum þeim sem staðið hafa við bakið á sér í ferlinu.aðsend Ísabella hvetur alla til að fylgjast með keppninni í kvöld. „Ég mun segja líffæragjafa söguna mína og hvernig mitt markmið í lífinu er að elta drauma sína. Þetta er minn stærsti draumur að rætast. Ég er svo óendanlega þakklát öllum sem hafa staðið á bakvið mig og ég get ekki beðið með að vinna meira með þessu fólki í framtíðinni. En svo er ég líka mjög spennt að krýna næstu drottningu.“ Áhugasamir geta fylgst með keppninni hér.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43