Frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks þurfi að taka fyrir í haust Helena Rós Sturludóttir skrifar 14. júlí 2023 12:16 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir Alþingi þurfa að taka fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks í haust. Vísir/Sigurjón Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki skilja ákvörðun ríkissaksóknara um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum. Ábyrgðin liggi nú hjá heilbrigðisráðherra sem hafi margoft lofað frumvarpi um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem var ákærð fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknuð í málinu þar sem dómurinn taldi ósannað að hún hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ákvörðun ríkissaksóknara óskiljanlega. „Það er búið að sýkna í þessu máli. Niðurstaðan er komin. Í rauninni finnst mér boltinn vera núna hjá ráðherra sem margoft hefur lofað að koma fram með frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks sem ég hef oft minnst á áður,“ segir Guðbjörg. Ábyrgð heilbrigðisstofnana sé mikil, þar á meðal Landspítala. „Og náttúrulega full þörf á þessi heilbrigðisstofnun eins og stjórnvöld fari í naflaskoðun til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig en ég sé enga ástæðu til að halda áfram með þetta mál,“ segir hún jafnframt. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið sé undir mannað og að mál hjúkrunarfræðingsins nái til alls heilbrigðisstarfsfólks. „Það er mjög mikill uggur, þetta er ekki fyrsta málið sem hefur komið upp og enn erum við að standa frammi fyrir þessu. Hvað er það sem á að fá þau til að mæta á undir mannaða vakt eða standa eftir undir mannaðri vakt með alla þessa ábyrgð og ábyrgðin virðist vera engin hjá heilbrigðisstofnunum,“ segir Guðbjörg og að því þurfi að breyta. „Við munum halda áfram að horfa upp á áframhaldandi skort á hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki ef ekki verði brugðist mjög snögg við og þetta frumvarp tekið fyrir á Alþingi í haust.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem var ákærð fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknuð í málinu þar sem dómurinn taldi ósannað að hún hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ákvörðun ríkissaksóknara óskiljanlega. „Það er búið að sýkna í þessu máli. Niðurstaðan er komin. Í rauninni finnst mér boltinn vera núna hjá ráðherra sem margoft hefur lofað að koma fram með frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks sem ég hef oft minnst á áður,“ segir Guðbjörg. Ábyrgð heilbrigðisstofnana sé mikil, þar á meðal Landspítala. „Og náttúrulega full þörf á þessi heilbrigðisstofnun eins og stjórnvöld fari í naflaskoðun til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig en ég sé enga ástæðu til að halda áfram með þetta mál,“ segir hún jafnframt. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið sé undir mannað og að mál hjúkrunarfræðingsins nái til alls heilbrigðisstarfsfólks. „Það er mjög mikill uggur, þetta er ekki fyrsta málið sem hefur komið upp og enn erum við að standa frammi fyrir þessu. Hvað er það sem á að fá þau til að mæta á undir mannaða vakt eða standa eftir undir mannaðri vakt með alla þessa ábyrgð og ábyrgðin virðist vera engin hjá heilbrigðisstofnunum,“ segir Guðbjörg og að því þurfi að breyta. „Við munum halda áfram að horfa upp á áframhaldandi skort á hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki ef ekki verði brugðist mjög snögg við og þetta frumvarp tekið fyrir á Alþingi í haust.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25