Innlent

Svipað hraun­rennsli nú og þegar fyrsta gosið náði há­marki

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hraunrennslið hefur náð sama rennsli nú og eldgosið 2021 þegar það náði hápunkti.
Hraunrennslið hefur náð sama rennsli nú og eldgosið 2021 þegar það náði hápunkti. Vísir/Vilhelm

Niður­stöður mælinga sem Land­mælingar Ís­lands unnu úr myndum Pleia­des gervi­tunglsins af eld­gosinu við Litla-Hrút sýna að meðal­hraun­rennsli síðustu þrjá daga hefur verið um 13 m3/s, sem er svipað og mest var í gosinu fyrir tveimur árum.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá jarð­vísinda­stofnun Há­skóla Ís­lands. Þar kemur fram að heildar­rúm­mál hraunsins er nú 3,4 milljón rúm­metrar og flatar­málið um 0.4 fer­kíló­metrar.

Hraunið rennur til suðurs, með­fram Litla-Hrút og út á hraunið austan hans. Hraunið sem kom upp í upp­hafi goss við Litla Hrút er af svipaðri gerð og hraunið sem kom upp í lok gossins 2021 og í ágúst í fyrra.

Efna­sam­setning gassins er jafn­framt sam­bæri­leg og í upp­haf goss 2022, með til­tölu­lega háan styrk kol­tvíoxíðs (CO2) sem lík­lega hafði safnast saman í að­draganda gossins 10. júlí.

Þessar niður­stöður benda því til tengsla við bráðina sem ein­kenndi mest allt gosið 2021, en einnig bráðina sem gaus 2022. Hver tengsl þessara bráða eru ná­kvæm­lega, kallar á ítar­legri rann­sóknir. At­hyglis­vert er að ekkert bólar á bráð sam­bæri­legri þeirri og kom upp í upp­hafs­fasa þessara at­burða í mars 2021.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×