Innlent

Grjót og mosi þyrlast upp þegar kvikan brýst í gegn

Kristján Már Unnarsson skrifar
Augnablikið þegar jarðeldurinn brýst til yfirborðs. Takð eftir vegslóðanum sem liggur rétt hjá.
Augnablikið þegar jarðeldurinn brýst til yfirborðs. Takð eftir vegslóðanum sem liggur rétt hjá. Jakob Vegerfors

Drónamyndband sem sænsk íslenski ljósmyndarinn Jakob Vegerfors tók sýnir hvernig sprungugos hefst og kvikugangur brýst upp til yfirborðs jarðar. Ný gossprunga sést opnast við rætur Litla-Hrúts um 5-8 mínútum eftir að fyrst varð vart við eldgosið milli Fagradalsfjalls og Keilis mánudaginn 10. júlí.

Á myndskeiðinu sem sýnt var í fréttum Stöðvar 2 sést rjúka úr jörðinni lengst vinstra megin, fyrst aðeins á einum stað en síðan lengist staðurinn sem rýkur upp úr. Lengi sést enginn eldur koma upp, aðeins rjúkandi lína, en svo gerist það að grjót og mosi þyrlast upp og það fer að sjást í eld.

Þetta eru sennilega einhverjar bestu myndir sem náðst hafa á Íslandi til þessa af því hvernig jarðeldur brýtur sér leið upp til yfirborðs. Svona byrjar sem sagt sprungugos.


Tengdar fréttir

Náði mynd­bandi af nýrri gos­sprungu að opnast

Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×