Mikill aldursmunur geti valdið vandamálum Máni Snær Þorláksson skrifar 11. júlí 2023 11:48 Theodór Francis mætti í Bítið í morgun og ræddi um mikinn aldursmun í parasamböndum. Bylgjan Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir að mikill aldursmunur geti valdið vandamálum. Honum finnst mikill aldursmunur í parasamböndum alveg dásamlegur því slíkt gefur honum svo mikla atvinnu. „Ég get örugglega keypt mér sumarbústaðinn sem mér er búið að langa í lengi bara út af aldursmuni í parasamböndum,“ segir Theodór í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Varðandi það hvers vegna aldursmunur í samböndum getur valdið vandamálum segir Theodór: „Það sem er fyrst og fremst vandi í aldursmuni í parasamböndum er það að fólk er yfirleitt á svo ótrúlega ólíkum stað. Það hefur ólíkar skoðanir, ólíkar upplifanir.“ Sem dæmi um þetta nefnir Theodór að hann hafi farið í afmæli um daginn. Þar hafi annar þeirra sem hélt upp á afmælið verið aðeins yngri en hann. „Mikið óskaplega var þetta leiðinleg tónlist,“ segir hann um tónlistina í afmælinu. „Ekki eitt lag með Bubba, ekkert með Villa Vill.“ „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið“ Thedór talar í viðtalinu um það að þroskast en hann segir að það sé haugalygi að fólk þroskist með aldrinum. „Við eldumst með aldrinum, við þroskumst við að lenda í alls konar áskorunum. Flest lendum við í áskorunum í lífinu og þar af leiðandi þroskumst við og það breytir okkur,“ segir hann. „Það er oft þannig að þegar þú ert búinn að fara í gegnum ótrúlega mikið þá finnst þér ekkert ótrúlega alvarlegt þó að kötturinn þinn týnist í tvo daga.“ Þá sé yngra fólk bráðlátara og detti alls konar í hug. „Eins og að skreppa með litlum fyrirvara einhvert.“ Theodór ræðir einnig um börn fólks í samböndum með miklum aldursmuni, eldri einstaklingar eigi yfirleitt eldri börn og öfugt. „Þegar börnin þín eru á aldri við nýja makann þá erum við bara komin í alls konar hringiðu,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið, alls ekki. Flest sambönd geta gengið ef menn setja í þau vinnu en það er samt svolítil áskorun.“ Ástin og lífið Bítið Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég get örugglega keypt mér sumarbústaðinn sem mér er búið að langa í lengi bara út af aldursmuni í parasamböndum,“ segir Theodór í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Varðandi það hvers vegna aldursmunur í samböndum getur valdið vandamálum segir Theodór: „Það sem er fyrst og fremst vandi í aldursmuni í parasamböndum er það að fólk er yfirleitt á svo ótrúlega ólíkum stað. Það hefur ólíkar skoðanir, ólíkar upplifanir.“ Sem dæmi um þetta nefnir Theodór að hann hafi farið í afmæli um daginn. Þar hafi annar þeirra sem hélt upp á afmælið verið aðeins yngri en hann. „Mikið óskaplega var þetta leiðinleg tónlist,“ segir hann um tónlistina í afmælinu. „Ekki eitt lag með Bubba, ekkert með Villa Vill.“ „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið“ Thedór talar í viðtalinu um það að þroskast en hann segir að það sé haugalygi að fólk þroskist með aldrinum. „Við eldumst með aldrinum, við þroskumst við að lenda í alls konar áskorunum. Flest lendum við í áskorunum í lífinu og þar af leiðandi þroskumst við og það breytir okkur,“ segir hann. „Það er oft þannig að þegar þú ert búinn að fara í gegnum ótrúlega mikið þá finnst þér ekkert ótrúlega alvarlegt þó að kötturinn þinn týnist í tvo daga.“ Þá sé yngra fólk bráðlátara og detti alls konar í hug. „Eins og að skreppa með litlum fyrirvara einhvert.“ Theodór ræðir einnig um börn fólks í samböndum með miklum aldursmuni, eldri einstaklingar eigi yfirleitt eldri börn og öfugt. „Þegar börnin þín eru á aldri við nýja makann þá erum við bara komin í alls konar hringiðu,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið, alls ekki. Flest sambönd geta gengið ef menn setja í þau vinnu en það er samt svolítil áskorun.“
Ástin og lífið Bítið Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira