„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. júlí 2023 20:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir meginniðurstöðu í uppgjöri Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. Eftir fimm ára leyndarhjúp yfir greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið svokallaða birti þingflokksformaður Pírata greinargerðina í gær. Fjármálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa fylgt lögum með því að veita ekki aðgang aðgreinargerðinni. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Ekki boðlegt svar Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gefur lítið fyrir svör ráðherra. „Í ljósi sögu síðustu vikna og mánaða þá finnst mér það ekki boðlegt svar hjá fjármálaráðherra,“ segir Bergþór. „Það að tefja birtingu þessarar greinargerðar í öll þessi ár, ég hreinlega skil ekki hvað mönnum gengur til með því,“ segir Bergþór hann bíði spenntur eftir útskýringum fulltrúa fjármálaráðuneytisins og stjórnarformanns Lindarhvols um það hvaða efni það eru sem þau telji að verði tilefni til þess að skaðabótamál stofnist á hendur ríkissjóði. Settur ríkisendurskoðandi telur brýnt að ríkissaksóknari taki málið til rannsóknar, meðal annars vegna þess hve ólík skýrsla hans frá 2018 og skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 er. „Það er eins og það sé engin tenging á milli málanna tveggja. Það sé verið að skoða algjörlega sitthvorn hlutinn. Þannig að ég held að bara hvað það varðar geti þetta mál ekki endað með öðrum hætti en þeim að annað hvort verði Ríkisendurskoðun falið að vinna framhaldsúttekt þar sem sérstaklega verða skoðaðar þessar athugasemdir sem Sigurður Þórðarson vekur athygli á í greinargerð sinni,“ segir Bergþór og heldur áfram: „Eins og við þekkjum þá er búið að vísa málinu til ríkissaksóknara, og menn gera það nú væntanlega ekki af neinni léttúð.“ Ólíklegt að þing komi saman Bjarni vildi ekki geta sér til um það hvers vegna Sigurður telur brýnt að ríkissaksóknari rannsaki málið. Þingmenn Miðflokksins óskuðu eftir því í gær að þing yrði kallað saman. Forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki eiga von á því. „Það kemur mér nú ekki á óvart. Ég held að áhugi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á að kalla saman þing sé svona svipaður og að ganga til kosninga núna, þannig að það var viðbúið,“ segir Bergþór um viðbrögð forsætisráðherra. Bjarni vildi ekki fullyrða neitt um það hvort engar eignir hefðu verið seldar á undirverði. „Í grófum dráttum þá gekk meðferð eignanna með þeim hætti að við fengum tugi milljarða meira út úr stöðugleikaeignunum heldur en við höfðum væntingar um í upphafi. Þannig er svona meginniðurstaðan í uppgjöri Lindarhvols stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð.“ Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Eftir fimm ára leyndarhjúp yfir greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið svokallaða birti þingflokksformaður Pírata greinargerðina í gær. Fjármálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa fylgt lögum með því að veita ekki aðgang aðgreinargerðinni. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Ekki boðlegt svar Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gefur lítið fyrir svör ráðherra. „Í ljósi sögu síðustu vikna og mánaða þá finnst mér það ekki boðlegt svar hjá fjármálaráðherra,“ segir Bergþór. „Það að tefja birtingu þessarar greinargerðar í öll þessi ár, ég hreinlega skil ekki hvað mönnum gengur til með því,“ segir Bergþór hann bíði spenntur eftir útskýringum fulltrúa fjármálaráðuneytisins og stjórnarformanns Lindarhvols um það hvaða efni það eru sem þau telji að verði tilefni til þess að skaðabótamál stofnist á hendur ríkissjóði. Settur ríkisendurskoðandi telur brýnt að ríkissaksóknari taki málið til rannsóknar, meðal annars vegna þess hve ólík skýrsla hans frá 2018 og skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 er. „Það er eins og það sé engin tenging á milli málanna tveggja. Það sé verið að skoða algjörlega sitthvorn hlutinn. Þannig að ég held að bara hvað það varðar geti þetta mál ekki endað með öðrum hætti en þeim að annað hvort verði Ríkisendurskoðun falið að vinna framhaldsúttekt þar sem sérstaklega verða skoðaðar þessar athugasemdir sem Sigurður Þórðarson vekur athygli á í greinargerð sinni,“ segir Bergþór og heldur áfram: „Eins og við þekkjum þá er búið að vísa málinu til ríkissaksóknara, og menn gera það nú væntanlega ekki af neinni léttúð.“ Ólíklegt að þing komi saman Bjarni vildi ekki geta sér til um það hvers vegna Sigurður telur brýnt að ríkissaksóknari rannsaki málið. Þingmenn Miðflokksins óskuðu eftir því í gær að þing yrði kallað saman. Forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki eiga von á því. „Það kemur mér nú ekki á óvart. Ég held að áhugi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á að kalla saman þing sé svona svipaður og að ganga til kosninga núna, þannig að það var viðbúið,“ segir Bergþór um viðbrögð forsætisráðherra. Bjarni vildi ekki fullyrða neitt um það hvort engar eignir hefðu verið seldar á undirverði. „Í grófum dráttum þá gekk meðferð eignanna með þeim hætti að við fengum tugi milljarða meira út úr stöðugleikaeignunum heldur en við höfðum væntingar um í upphafi. Þannig er svona meginniðurstaðan í uppgjöri Lindarhvols stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð.“
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
„Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01
„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18