Sneri aftur fimmtíu árum eftir getnað Kristinn Haukur Guðnason og Eiður Þór Árnason skrifa 6. júlí 2023 23:01 Atli Steinn viðurkennir að þetta sé óvenjulegt frí. Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson heimsótti á þriðjudag bandaríska smábæinn Sterling í Colorado, nákvæmlega fimmtíu árum eftir að hann var getinn á þeim stað. „Ég var búinn að pæla í þessu í nokkur ár og er ánægður með að ég hafi látið verða af þessu,“ segir Atli Steinn, sem starfar hjá Morgunblaðinu en er búsettur í bænum Tønsberg í Noregi. „Þetta ferðalag gekk út á að heimsækja minn líffræðilega upprunastað, Sterling í Colorado þar sem ég varð til 4. júlí árið 1973.“ Atli Steinn viðurkennir að þetta sé svolítið óvenjulegt frí en segir að þetta sé skemmtilegt. Þegar blaðamaður Vísis nær af honum tali er hann staddur á hótelherbergi í Las Vegas, í steikjandi hita. 38 gráðum. „Ég sit hérna með öskrandi loftkælinguna í botni. Ég er Íslendingur í húð og hár og þoli ekkert meira en 25 gráður,“ segir hann. Mjög skipulögð kona En aðeins að forsögunni. Foreldrar Atla Steins voru Ragnheiður Briem og Guðmundur Elíasson, bæði látin. Á árunum 1969 til 1973 voru þau í námi í bænum Ann Arbor í Michigan. Ragnheiður var í doktorsnámi í kennslufræði og Guðmundur í sérgreinanámi í læknisfræði. Hótelið í Sterling var huggulegt. Seinna kenndi Ragnheiður íslensku í Menntaskólanum í Reykjavík og Guðmundur starfaði sem heimilislæknir á Domus Medica. Atli Steinn segist hafa vitað að þau hafi verið mjög ánægð með þennan tíma sinn í Bandaríkjunum, þau töluðu mikið um hann og sýndu gjarnan ljósmyndir sem þau tóku. Atli Steinn fékk því svolitla innsýn inn í þetta. Hann fékk einnig að heyra það frá móður sinni að hann hafi komið undir á þessum degi í þessum bæ. „Ég treysti því alveg að mamma hafi ekkert verið að bulla með þetta,“ segir Atli Steinn. „Hún var mjög skipulögð kona.“ 36 kirkjur en 1 bar Atli Steinn flaug á föstudaginn til Denver í Colorado. Landslagið við þjóðvegina er stórbrotið í Klettafjöllunum. Þó að Colorado sé fallegur staður og nóg að sjá bæði í Denver og á vegunum þá mælir hann ekkert sérstaklega með Sterling, þar sem búa um 14 þúsund manns. „Þessi bær er alveg hundleiðinlegur. Þarna eru 36 kirkjur en aðeins einn bar og tvær áfengisútsölur,“ segir hann. Hótelið hafi þó verið nokkuð huggulegt og hann segir að það hafi snert hann svolítið að vera þarna. „Mamma hélt ítarlega dagbók og ég tók hana með mér. Hún lýsti því á þessum degi hvernig þau keyrðu yfir allt Iowa. Komu svo til Sterling, fóru út að borða og hlustuðu á einhverja ræðu frá Nixon Bandaríkjaforseta í sjónvarpinu, sem var ábyggilega svarthvítt. Svo bilaði klakavélin á hótelinu og svona,“ segir Atli Steinn. „Það hafði alveg áhrif á mig að vera þarna sem foreldrar mínir höfðu verið fyrir fimmtíu árum upp á dag.“ Utah á sjö tímum Atli Steinn dvaldi ekki lengi á getnaðarstaðnum heldur leigði hvítan Mustang blæjubíl og dreif sig strax um morgunsárið vestur eftir Colorado, Utah og Nevada til Las Vegas. Það voru 909 mílur á sautján klukkustundum. „Ég keyrði yfir allt Utah á sjö klukkutímum sem er hálfgerð klikkun. Þarna eru mjög fáar bensínstöðvar. Ég var kominn á ljósið nokkrum sinnum,“ segir hann. Markmiðið var að ná til Vegas til að fagna þar þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. „Ég rétt náði þessu. Kom þangað klukkan 23:46. Þá var ég orðinn mjög þreyttur en horfði aðeins á flugeldasýninguna, fékk mér svo eitt hvítvínsglas og sofnaði,“ segir Atli Steinn. Utah var keyrt á aðeins sjö tímum. Hann er þó ekki óvanur langri keyrslu á þjóðvegum Ameríku. En haustið 2019 keyrði hann ásamt þáverandi eiginkonu sinni átta þúsund kílómetra leið frá Boston til San Francisco, á þjóðvegi 66. „Mér var vel illt í rassinum eftir þann akstur þannig að þessi ferð var frekar einföld í samanburðinum,“ segir Atli Steinn brattur. Hann segir gaman að koma til Bandaríkjanna og keyra þar um. Þar sé þægilegra vegakerfi en í Evrópu og bensínið ódýrara. Þó að tilgangurinn hafi verið að verja líffræðilegu fimmtugsafmæli sínu á getnaðarstaðnum þá hefur hann notað ferðina til að eiga „eðlilegt frí.“ Á eftir dvöl í Las Vegas er ferðinni heitið vestur til San Franscisco. Borg sem hann elskar. „Ég er algjör San Francisco fíkill, ég dýrka þá borg,“ segir Atli Steinn. Snýr hann svo heim á sunnudag. Atli Steinn er ekki óvanur langri keyrslu á ameríska þjóðveginum. Eftir Sterling tók við sautján tíma keyrsla til Las Vegas. Atli Steinn mælir með Denver í Colorado. Hresst fólk og fínn matur. Hvíti blæjumustanginn Bensínið er ódýrara en í Evrópu. Bandaríkin Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira
„Ég var búinn að pæla í þessu í nokkur ár og er ánægður með að ég hafi látið verða af þessu,“ segir Atli Steinn, sem starfar hjá Morgunblaðinu en er búsettur í bænum Tønsberg í Noregi. „Þetta ferðalag gekk út á að heimsækja minn líffræðilega upprunastað, Sterling í Colorado þar sem ég varð til 4. júlí árið 1973.“ Atli Steinn viðurkennir að þetta sé svolítið óvenjulegt frí en segir að þetta sé skemmtilegt. Þegar blaðamaður Vísis nær af honum tali er hann staddur á hótelherbergi í Las Vegas, í steikjandi hita. 38 gráðum. „Ég sit hérna með öskrandi loftkælinguna í botni. Ég er Íslendingur í húð og hár og þoli ekkert meira en 25 gráður,“ segir hann. Mjög skipulögð kona En aðeins að forsögunni. Foreldrar Atla Steins voru Ragnheiður Briem og Guðmundur Elíasson, bæði látin. Á árunum 1969 til 1973 voru þau í námi í bænum Ann Arbor í Michigan. Ragnheiður var í doktorsnámi í kennslufræði og Guðmundur í sérgreinanámi í læknisfræði. Hótelið í Sterling var huggulegt. Seinna kenndi Ragnheiður íslensku í Menntaskólanum í Reykjavík og Guðmundur starfaði sem heimilislæknir á Domus Medica. Atli Steinn segist hafa vitað að þau hafi verið mjög ánægð með þennan tíma sinn í Bandaríkjunum, þau töluðu mikið um hann og sýndu gjarnan ljósmyndir sem þau tóku. Atli Steinn fékk því svolitla innsýn inn í þetta. Hann fékk einnig að heyra það frá móður sinni að hann hafi komið undir á þessum degi í þessum bæ. „Ég treysti því alveg að mamma hafi ekkert verið að bulla með þetta,“ segir Atli Steinn. „Hún var mjög skipulögð kona.“ 36 kirkjur en 1 bar Atli Steinn flaug á föstudaginn til Denver í Colorado. Landslagið við þjóðvegina er stórbrotið í Klettafjöllunum. Þó að Colorado sé fallegur staður og nóg að sjá bæði í Denver og á vegunum þá mælir hann ekkert sérstaklega með Sterling, þar sem búa um 14 þúsund manns. „Þessi bær er alveg hundleiðinlegur. Þarna eru 36 kirkjur en aðeins einn bar og tvær áfengisútsölur,“ segir hann. Hótelið hafi þó verið nokkuð huggulegt og hann segir að það hafi snert hann svolítið að vera þarna. „Mamma hélt ítarlega dagbók og ég tók hana með mér. Hún lýsti því á þessum degi hvernig þau keyrðu yfir allt Iowa. Komu svo til Sterling, fóru út að borða og hlustuðu á einhverja ræðu frá Nixon Bandaríkjaforseta í sjónvarpinu, sem var ábyggilega svarthvítt. Svo bilaði klakavélin á hótelinu og svona,“ segir Atli Steinn. „Það hafði alveg áhrif á mig að vera þarna sem foreldrar mínir höfðu verið fyrir fimmtíu árum upp á dag.“ Utah á sjö tímum Atli Steinn dvaldi ekki lengi á getnaðarstaðnum heldur leigði hvítan Mustang blæjubíl og dreif sig strax um morgunsárið vestur eftir Colorado, Utah og Nevada til Las Vegas. Það voru 909 mílur á sautján klukkustundum. „Ég keyrði yfir allt Utah á sjö klukkutímum sem er hálfgerð klikkun. Þarna eru mjög fáar bensínstöðvar. Ég var kominn á ljósið nokkrum sinnum,“ segir hann. Markmiðið var að ná til Vegas til að fagna þar þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. „Ég rétt náði þessu. Kom þangað klukkan 23:46. Þá var ég orðinn mjög þreyttur en horfði aðeins á flugeldasýninguna, fékk mér svo eitt hvítvínsglas og sofnaði,“ segir Atli Steinn. Utah var keyrt á aðeins sjö tímum. Hann er þó ekki óvanur langri keyrslu á þjóðvegum Ameríku. En haustið 2019 keyrði hann ásamt þáverandi eiginkonu sinni átta þúsund kílómetra leið frá Boston til San Francisco, á þjóðvegi 66. „Mér var vel illt í rassinum eftir þann akstur þannig að þessi ferð var frekar einföld í samanburðinum,“ segir Atli Steinn brattur. Hann segir gaman að koma til Bandaríkjanna og keyra þar um. Þar sé þægilegra vegakerfi en í Evrópu og bensínið ódýrara. Þó að tilgangurinn hafi verið að verja líffræðilegu fimmtugsafmæli sínu á getnaðarstaðnum þá hefur hann notað ferðina til að eiga „eðlilegt frí.“ Á eftir dvöl í Las Vegas er ferðinni heitið vestur til San Franscisco. Borg sem hann elskar. „Ég er algjör San Francisco fíkill, ég dýrka þá borg,“ segir Atli Steinn. Snýr hann svo heim á sunnudag. Atli Steinn er ekki óvanur langri keyrslu á ameríska þjóðveginum. Eftir Sterling tók við sautján tíma keyrsla til Las Vegas. Atli Steinn mælir með Denver í Colorado. Hresst fólk og fínn matur. Hvíti blæjumustanginn Bensínið er ódýrara en í Evrópu.
Bandaríkin Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira