Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þekkt er að gasmengun við ána geti fylgt jarðhitavatni.
Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní.
Sérfræðingar Veðurstofunnar segja jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan haustið 2016. Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar.
Múlakvísl rennur úr Kötlujökli og rennur til sjávar rétt austan Víkur í Mýrdal.