Innlent

Raf­leiðni í Múla­kvísl ó­venju há

Atli Ísleifsson skrifar
Múlakvísl rennur úr Kötlujökli.
Múlakvísl rennur úr Kötlujökli. Vísir/Vilhelm

Rafleiðni í Múlakvísl mælist nú óvenju há miðað við árstíma. Gasmælir á Láguhvolum mælir sömuleiðis jarðhitagas á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þekkt er að gasmengun við ána geti fylgt jarðhitavatni.

Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní.

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna,  síðan haustið 2016. Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar.

Múlakvísl rennur úr Kötlujökli og rennur til sjávar rétt austan Víkur í Mýrdal.


Tengdar fréttir

Vís­bendingar um jarð­hita­virkni en ekki hægt að úti­loka kviku­hreyfingar

Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar skömmu eftir miðnætti í nótt. Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikur er nú sú mesta síðan haustið 2016. Talið er að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en ekki er hægt að útiloka kvikuhreyfingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×