Innlent

Gengur laus eftir hnífs­tungu­á­rás í nótt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan hefur enn ekki haft uppi á árásarmanninum.
Lögreglan hefur enn ekki haft uppi á árásarmanninum. Vísir/Vilhelm

Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á manni sem grunaður er um að hafa stungið mann með egg­vopni í mið­bæ Reykja­víkur í nótt.

DV greinir frá og hefur eftir Guð­mundi Páli Jóns­syni, full­trúa hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, að á­rásin sé í rann­sókn hjá mið­lægri rann­sóknar­deild. Á­rásin átti sér stað utan­dyra að sögn Guð­mundar.

Maðurinn sem varð fyrir á­rásinni er á gjör­gæslu­deild Land­spítalans. Hann var með með­vitund þegar hann var fluttur á bráða­mótt­töku Land­spítalans í nótt.

Vísir hefur ekki náð tali af Grími Gríms­syni, yfir­lög­reglu­þjóni hjá mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, vegna málsins. Í til­kynningu lög­reglu í morgun sagði lög­reglan að ekki yrðu veittar frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×