Innlent

Tekinn með 7,5 kíló af maríjúana í töskunni

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn játaði brot sín.
Maðurinn játaði brot sín. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla 7,5 kílóum af maríjúana til landsins.

Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann var handtekinn eftir að hafa komið með landsins með efnin í flugi frá Alicante á Spáni til Keflavíkurflugvallar þann 14. mars síðastliðinn. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi en hann var með efnin falin í farangurstösku.

Maðurinn játaði brot sín, en í dómi segir að hann eigi að baki sakaferil sem nái aftur til ársins 2017.

Dómari í málinu mat hæfilega refsingu vera sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu refsingar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í þrjú ár.

Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða um 250 þúsund króna í sakarkostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×