Innlent

Anna­söm nótt á Írskum dögum og einn hand­tekinn með hníf

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Írskir dagar fara fram á Akranesi um helgina. 
Írskir dagar fara fram á Akranesi um helgina.  Vísir/Arnar

Lögreglan á Vesturlandi handtók mann sem vopnaður var hníf og hamri á Akranesi í nótt. Töluvert var um mál á borði lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt en bæjarhátíðin Írskir dagar fer fram um helgina.

Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Að hans sögn hafði lögreglan vart undan vegna fjölda mála sem upp komu í nótt.

Þá segir hann nokkur fíkniefnamál hafa komið upp sem nú eru til rannsóknar. Fíkniefnahundar frá Suðurnesjum höfðu þegar merkt þrjú fíkniefnamál í gærdag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×