Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. júlí 2023 12:27 Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir upplýsingar um starfslokasamning Birnu verða birtar eins og lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Vísir/Vilhelm Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Aðfaranótt miðvikudags greindi Íslandsbanki fá því að Birna hefði sagt upp störfum. Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði starfslokasamning hafa verið gerðan við Birnu í samræmi við ráðningarsamning hennar og í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Samningurinn yrði þó ekki birtur fyrr en í uppgjöri bankans. Er það samróma álit meirihluta nefndarmanna fjárlaganefndar að samningurinn verði birtur strax, ekki sé ástæða til að bíða með þær upplýsingar. Finnur sagði í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu í morgun að upplýsingarnar verði birtar eins og lög geri ráð fyrir. Björn Leví Gunnarsson, Pírati og nefndarmaður fjárlaganefndar, segir tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. „Þetta er ekkert sem má vera í myrkrinu. Ef þetta þolir ekki dagsljósið þá er þetta ekki góður starfslokasamningur,“ segir Björn Leví. Ef til standi að birta samninginn þá sé tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. Björn Leví segir málið einkennast af endalausum tilraunum bankans til þess að gera lítið úr því. Nefndin muni beita sér í málinu. „Með því að kalla eftir að bankinn sem að ríkissjóður og landsmenn eru enn stærsti eigandi er af fái að sjá það sem skiptir máli í þessu öllu,“ segir hann og heldur áfram: „Það er verið að velja úr því sem er verið að sýna okkur og það gengur ekki upp“. „Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess að birta starfslokasamning Birnu eftir að þessar kröfur komu fram,“ segir Finnur í samskiptum við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Aðfaranótt miðvikudags greindi Íslandsbanki fá því að Birna hefði sagt upp störfum. Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði starfslokasamning hafa verið gerðan við Birnu í samræmi við ráðningarsamning hennar og í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Samningurinn yrði þó ekki birtur fyrr en í uppgjöri bankans. Er það samróma álit meirihluta nefndarmanna fjárlaganefndar að samningurinn verði birtur strax, ekki sé ástæða til að bíða með þær upplýsingar. Finnur sagði í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu í morgun að upplýsingarnar verði birtar eins og lög geri ráð fyrir. Björn Leví Gunnarsson, Pírati og nefndarmaður fjárlaganefndar, segir tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. „Þetta er ekkert sem má vera í myrkrinu. Ef þetta þolir ekki dagsljósið þá er þetta ekki góður starfslokasamningur,“ segir Björn Leví. Ef til standi að birta samninginn þá sé tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. Björn Leví segir málið einkennast af endalausum tilraunum bankans til þess að gera lítið úr því. Nefndin muni beita sér í málinu. „Með því að kalla eftir að bankinn sem að ríkissjóður og landsmenn eru enn stærsti eigandi er af fái að sjá það sem skiptir máli í þessu öllu,“ segir hann og heldur áfram: „Það er verið að velja úr því sem er verið að sýna okkur og það gengur ekki upp“. „Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess að birta starfslokasamning Birnu eftir að þessar kröfur komu fram,“ segir Finnur í samskiptum við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00
Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19