Ætlar að losa miðborgina við 38 þúsund tyggjóklessur Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 30. júní 2023 21:52 Eins og sést er ef nógu fyrir Guðjón að taka þegar kemur að tyggjóklessum í miðbænum. Vísir/Helena Rós Tyggjókarlinn svokallaði hefur störf sín á ný á morgun. Hann hyggst ná því stóra markmiði að gera miðborg Reykjavíkur tyggjóklessulausa í sumar. Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson, sem nú gengur undir nafninu Tyggjókarlinn, hefst handa við ærið verkefni á morgun. Hann ætlar að hreinsa ríflega 38 þúsund tyggjóklessur af götum miðbæjar Reykjavíkur. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður hitti Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Hvað kom til að þú hófst að sinna þessu? „Ég missti atvinnuna á sínum tíma, í kóvid, og fór að ganga um bæinn og mér hreinlega blöskraði ástandið á götum og gangstéttum borgarinnar. Svo ég fjárfesti í græjum og hóf að fjarlægja,“ segir Guðjón. Græjur Guðjóns gera það að hægum leik að fjarlægja tyggjóklessur.Vísir/Helena Rós Einstaklingar og fyrirtæki studdu verkefni Guðjón segir að fljótlega hafi einstaklingar og fyrirtæki hafið að styrkja verkefnið með fjárframlögum. Þá hafi hann boðið upp á hreinsun við fyrirtæki gegn stuðningi og loks hafi Reykjavíkurborg tekið þátt í verkefninu. Hann hefur unnið fjóra tíma á dag við að hreinsa gangstéttir borgarinnar undanfarið. Klessulaus 101 Reykjavík Á morgun hefst svo stórt verkefni sem ber heitið Klessulaus 101 Reykjavík. „Takmarkið er að fjarlægja allar tyggjóklessur úr 101 Reykjavík, þetta er eitthvað um 38 þúsund plús tyggjóklessur, 52,2 kílómetra vegalengd af gangstéttum og á að taka um þrjá mánuði. Ég að vísu geri það ekki einn, ég kem til með að ráða til mín aðstoðarfólk Forsetinn mætir og Valgeir tekur lagið Verkefninu verður formlega ýtt úr vör við veitingahúsið Rok á Skólavörðuholti klukkan 11:30. Gestirnir verða ekki af verri endanum en sjálfur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætir. Þá verður Valgeir Guðjónsson kynnir og hann mun taka lagið. Reykjavík Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48 Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50 Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35 Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10 Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira
Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson, sem nú gengur undir nafninu Tyggjókarlinn, hefst handa við ærið verkefni á morgun. Hann ætlar að hreinsa ríflega 38 þúsund tyggjóklessur af götum miðbæjar Reykjavíkur. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður hitti Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Hvað kom til að þú hófst að sinna þessu? „Ég missti atvinnuna á sínum tíma, í kóvid, og fór að ganga um bæinn og mér hreinlega blöskraði ástandið á götum og gangstéttum borgarinnar. Svo ég fjárfesti í græjum og hóf að fjarlægja,“ segir Guðjón. Græjur Guðjóns gera það að hægum leik að fjarlægja tyggjóklessur.Vísir/Helena Rós Einstaklingar og fyrirtæki studdu verkefni Guðjón segir að fljótlega hafi einstaklingar og fyrirtæki hafið að styrkja verkefnið með fjárframlögum. Þá hafi hann boðið upp á hreinsun við fyrirtæki gegn stuðningi og loks hafi Reykjavíkurborg tekið þátt í verkefninu. Hann hefur unnið fjóra tíma á dag við að hreinsa gangstéttir borgarinnar undanfarið. Klessulaus 101 Reykjavík Á morgun hefst svo stórt verkefni sem ber heitið Klessulaus 101 Reykjavík. „Takmarkið er að fjarlægja allar tyggjóklessur úr 101 Reykjavík, þetta er eitthvað um 38 þúsund plús tyggjóklessur, 52,2 kílómetra vegalengd af gangstéttum og á að taka um þrjá mánuði. Ég að vísu geri það ekki einn, ég kem til með að ráða til mín aðstoðarfólk Forsetinn mætir og Valgeir tekur lagið Verkefninu verður formlega ýtt úr vör við veitingahúsið Rok á Skólavörðuholti klukkan 11:30. Gestirnir verða ekki af verri endanum en sjálfur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætir. Þá verður Valgeir Guðjónsson kynnir og hann mun taka lagið.
Reykjavík Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48 Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50 Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35 Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10 Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira
100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48
Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50
Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35
Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44