Innlent

Rostungur flat­magar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða Þór sem slakar nú á á smábátabryggjunni á Sauðárkróki.
Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða Þór sem slakar nú á á smábátabryggjunni á Sauðárkróki. Lára Halla Sigurðardóttir

Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið.

Ágúst Kárason hafnarvörður segir hann hafa komið í höfnina skömmu fyrir miðnætti. „Þetta er nýja gæludýrið okkar. Hann fer sínar eigin leiðir. Hann er helvíti stór og mikill, fullorðinn með stórar tennur.“

Ágúst segir að hafnarverðir séu búnir að girða af svæðið enda geti rostungar verið varasamir. „Það er einfaldlega allur aðgangur bannaður þarna. Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina,“ segir Ágúst.

Búið er að girða svæðið af.Lára Halla Sigurðardóttir

Rostungar hafa reglulega ratað í fréttir hér á landi að undanförnu. Þannig var einn sem hvíldi sig í fjörunni á Álftanesi fyrr í mánuðinum og þá vakti rostungur, sem fékk nafnið Þór, athygli á Þórshöfn í apríl en hann hafði þá líka heimsótt Breiðdalsvík í febrúar.

Rosturinn mætti í höfnina á Sauðárkróki seint í gærkvöldi.Álfhildur Leifsdóttir

Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða Þór sem slakar nú á á smábátabryggjunni á Sauðárkróki.

Álfhildur Leifsdóttir, kennari á Sauðárkróki, og Lára Halla Sigurðardóttir náðu myndunum af rostungnum sem fylgja fréttinni í morgun.

Lára Halla Sigurðardóttir

Sultuslakur rostungur á Króknum.Álfhildur Leifsdóttir

Tengdar fréttir

Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi

Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 

Farand­rostungurinn Þór farinn frá Þórs­höfn

Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×