Lífið

Kaleo með góð­gerðar­tón­leika vegna harm­leiksins í Sví­þjóð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jökull söngvari Kaleo á tónleikum hljómsveitarinnar sem vill láta gott af sér leiða í Svíþjóð.
Jökull söngvari Kaleo á tónleikum hljómsveitarinnar sem vill láta gott af sér leiða í Svíþjóð. Vísir

Með­limir Kaleo hafa á­kveðið að blása til góð­gerðar­tón­leika í kvöld þar sem hljóm­sveitin er stödd í Stokk­hólmi til styrktar fjöl­skyldna þeirra sem lentu í rússí­bana­slysi í skemmti­garðinum Gröna Lund um helgina þar sem einn lést og tíu slösuðust. Sveitin átti að koma fram í skemmti­garðinum í gær.

„Við vorum miður okkur að heyra af þessu hræði­lega slysi í Gröna Lund,“ segir Jökull Júlíus­son, söngvari Kaleo, í sam­tali við Vísi. 

Tón­leikar sveitarinnar voru blásnir af í kjöl­far slyssins og er garðurinn lokaður gestum á meðan rann­sókn á til­drögum slyssins fer fram. Vin­sæll rússí­bani fór út af sporinu á laugar­dag í garðinum með þeim af­leiðingum að einn lést og tíu manns slösuðust al­var­lega.

Persónulegir og þægilegair tónleikar

„Okkur fannst nauð­syn­legt að beita okkur til góðs fyrir sam­fé­lag sem hefur gert svo margt fyrir okkur,“ segir Jökull en bætir því við að það hafi reynst þrautinni þyngra að finna stað undir nýja tón­leika. 

Sam­starfs­aðilar sveitarinnar hafi lagt gríðar­lega mikið á sig við að finna nýjan stað og varð lendingin lítill tón­leika­salur við höfnina í Stats­gard­st­ermina­len.

„Húsið er minna en staðirnir þar sem við spilum venju­lega þannig að við á­kváðum að hafa þetta bara per­sónu­lega og minni tón­leika. Allur á­góði af tón­leikunum og tekjur af öðrum varningi munu renna til að­stand­enda. “






Fleiri fréttir

Sjá meira


×