Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 07:44 Lögreglan þurfti að hlaupa uppi einn stútinn í umdæmi stöðvar 4. Vísir/Vilhelm Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira