Innlent

Fluttur þungt haldinn á spítala eftir hættu­lega líkams­á­rás á skemmti­stað

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt vegna óspekta í miðborginni.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt vegna óspekta í miðborginni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan handtók einstakling eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var brotaþoli fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur þungt haldinn á spítala.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að veitast að lögreglumanni og slá hann í andlitið. Þetta gerðist í umdæmi Lögreglustöðvar númer 1, á Hlemmi.

Fleira var um að vera í miðborginni eins og kemur fram í skýrslunni. Meðal annars að dyraverðir skemmtistaðar þurftu að óska eftir aðstoðar vegna manns sem var með óspektir inni á staðnum. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus eftir samtal. Verður hann kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt samkvæmt skýrslunni.

Einnig var einn ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en sleppt að lokinni blóðsýnatöku.

Minna var að frétta frá öðrum lögreglustöðvum. Nema að tveir ökumenn voru teknir, annar grunaður um fíkniefnakstur en hinn kærður fyrir að aka án bílprófs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×